Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 43
Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari sem sat í II. nefnd en þar var umræðuefnið: Meðferð ættleiðingarmála; Helgi I. Jónsson sakadómari sem sat í III. nefnd en þar var umræðuefnið: Samfélagsþjónusta sem refsing. Þátttakendur höfðu fyrir þingið skilað svörum við ákveðnum spurningum sem formenn nefndanna höfðu sett fram. Á þinginu er síðan unnið úr þessum svörum og fulltrúar gera grein fyrir því fyrirkomulagi sem ríkir í viðkomandi landi. Allt er þetta tafsamt þar sem segja má að mikill hluti þingstarfa fari fram á frönsku en allt er síðan þýtt á ensku og öfugt. Af hálfu Dómarafélags íslands sátu sömu fulltrúar aðalfund Alþjóðasam- bands dómara. Forseti samtakanna er norski hæstaréttardómarinn Arne Christiansen. Á þinginu var samþykkt inntökubeiðni Ungverjalands sem fyrst allra fyrrverandi austantjaldsríkja gengur í alþjóðasambandið. Var það gert að undangenginni ítarlegri rannsókn á sjálfstæði dómstóla og dómara þar í landi auk þess sem fulltrúi Dómarafélags Ungverjalands gerði grein fyrir stöðu dómstólanna í heimalandi sínu. Fundur Evrópudeildar samtakanna var einnig haldinn á sama tíma en þar eiga sæti dómarar frá löndum sem eru aðilar að Evrópubandalaginu. Áheyrnarfull- trúar voru frá evrópulöndum utan bandalagsins. Forseti deildarinnar er Rainer Voss varaformaður Dómarasambands Þýskalands. B. SEND (Samarbetsorganet för Efterutbildning av nordiska Domare.) Stjórn SEND stóð fyrir námstefnu íTromsö daganna4. til 7. september sl. um efnið: Hagnýt atriði einkamálaréttarfars er lúta að skilvirkri og markvissri afgreiðslu mála. Ekki var unnt að senda þátttakanda á námstefnuna af félagsins hálfu vegna kostnaðar svo og vegna ferðar dómara til Bandaríkjanna. Stjórn Dómarafélags íslands telur hins vegar fulla ástæðu til að fylgjast með starfsemi SEND og taka þátt í henni eftir því sem efni leyfa. C. Félaginu barst boð Dómarasambands Þýskalands Deutscher Richterbund um að senda fulltrúa á dómaraþing í Köln þann 23. til 25. september sl. Á stjórnarfundi félagsins var ákveðið að formaður sækti þingið. Dómaraþing Þýskalands eru haldin fjórða hvert ár og var það síðasta í Hamborg árið 1987. Þingið sóttu nú rúmlega 1000 dómarar en dómarar eru um 17.500 þar í landi. Þess ber að geta, að dómarar greiða þátttökugjald sjálfir auk þess sem þeir standa straum af ferðalögum og uppihaldi. Þingstaður var í nýbyggðu glæsihóteli Maritim keðjunnar á bökkum Rínar. Þar dvöldu einnig hinir erlendu gestir og hluti þátttakenda. Mjög var til þingsins vandað. Forseti Þýskalands Richard von Weizsácker sat þingið svo og yfirborgarstjóri Kölnar. Þá ávörpuðu dómsmálaráðherra sambandslýðveldisins dr. Klaus Kinkel og 265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.