Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 8
bótaábyrgð vinnuveitanda tjónþola. í Hrd. 1983 1469 varaf hálfu bótakrefjanda einungis byggt á reglum laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup, og krafan talin fyrnd.*’ í Hrd. 1984 110, 118 og 125 var bótaskylda seljanda salts gagnvart saltfiskframleiðendum vegna galla er kom fram á saltfiski vegna koparmengun- ar í saltinu byggð á skaðabótareglum kaupalaga.7 í hinum elsta þessara dóma, Hrd. 1968 1051, voru atvik þau að öryggisbelti er hélt manni við vinnu uppi í staur gaf sig þannig að maðurinn féll til jarðar og hlaut af meiðsl. Hann höfðaði bótamál gegn vinnuveitanda sínum, er hann var að vinna fyrir og hafði lagt til öryggisbeltið. Honum voru dæmdar bætur á hlutlægum grundvelli, með þeim orðum að vinnuveitandi verði „að bera ábyrgð á því gagnvart starfsmanni sínum, að slíkt öryggistæki sé ekki haldið leyndunr galla.“ Hér er hlutlæga ábyrgðin takmörkuð við ábyrgð vinnuveitenda gagnvart starfsmönnum sínum. Samkvæmt lögum nr. 25/1991 væri ábyrgð framleiðanda í þessu tilviki augljós.8 I Hrd. 1974 977 voru atvik þau að sódavatnsflöskur voru innan um annan söluvarning í verslun nokkurri. Ein þeirra sprakk með þeim afleiðingum að glerbrot þeyttist í stúlku sem var við störf í versluninni. Hlaut hún meiðsl af. Ábyrgð var lögð á franrleiðanda sódavatnsflöskunnar á sakargrundvelli. Sama er um þetta tilvik að segja og hið fyrra, nú yrði bótaskylda byggð á lögum nr. 25/ 1991. Líklega má fullyrða með hliðsjón af þessum dómi að með lögum nr. 25/ 1991 sé lögð á strangari bótaskylda en áður gilti, a.m.k. búum við nú örugglega við hlutlæga ábyrgð. Varðandi dóminn um öryggisbeltið er þess að gæta að þar er felld ábyrgð á vinnuveitanda vegna þeirra muna er notaðir eru í starfsemi hans og vegna meiðsla starfsmanna hans. Sú ábyrgð er örugglega ekki takmörkuð við það sem nefna má öryggistæki, þótt það orð komi sérstaklega fram í forsendum dómsins. Önnur áhöld eins og hamrar, sagir, vélar o.s.frv. falla vafalaust innan þessarar ábyrgðar vinnuveitanda. Þessi ábyrgð vinnuveitanda er heldur ekki takmörkuð við að hlutur sé haldinn ágalla í skilningi laga nr. 25/1991.9 Af einum dómi verða fátæklegar ályktanir dregnar. Hins vegar má fullyrða að sakarábyrgð með öfugri sönnunarbyrði sé vægasta afbrigði skaðsemisábyrgðar utan gildissviðs laga nr. 25/1991. Þegar svo háttar til verður ekki eina vandamál- ið að afmarka hvenær hlutur megi teljast haldinn ágalla, það verður einungis 6 í málinu krafði húseigandi steypustöð um skaðabætur vegna þess að steypa er notuð var við byggingu hússins reyndist gölluð. Með vísan til 54. gr. laga um lausafjárkaup nr. 39/1922 var krafan talin fyrnast á einu ári, enda byggði húseigandinn málssókn sína aðeins á bótareglum þeirra laga. 7 Að breyttum lögum verður að fella tilvik þessarar gerðar undir skaðsemisábyrgð. Raunar er í þessu dæmi um munatjón í atvinnurekstri að ræða, þannig að lög nr. 25/1991 myndu ekki gilda um tilvikið. Páll Sigurðsson gagnrýnir dóminn í Kauparétti sínum á bls. 248-52. 8 Jafn augljóst má telja að vinnuveitandi beri enn ábyrgð svo sem í dómi þessum. 9 Ekki verður hér fjallað frekar um ábyrgð vinnuveitanda vegna þess sem kalla mætti vinnuum- hverfi í víðtækustu merkingu. Vísa má til greinar Arnljóts Björnssonar í Köflum úr skaðabótarétti á bls. 57-89. 230
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.