Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 29
í framkvæmd ætti að vera auðvelt að tryggja sér sönnun fyrir sendingu tilkynningar því, eins og áður segir, þá telst tilkynning send nógu snemma, ef bréf, sem hefur hana að geyma, er afhent pósti áður en fresturinn er liðinn, sbr. 5. mgr. 45. gr. vxl. Tilkynningaskyldunni er því fullnægt ef tilkynningin er réttilega af stað send, enda þótt hún misfarist á leiðinni og komist aldrei í hendur viðtakanda.” Póstkvittun fyrir viðtöku t.d. á ábyrgðarbéfi, þar sem fram kæmi hver er sendandi og viðtakandi, væri því almennt nægjanleg sönnun.34 Noti hinn tilkynningaskyldi hins vegar aðra aðferð við að koma tilkynning- unni til skila, en að senda hana í pósti, ber hann sönnunarbyrðina fyrir því að tilkynningaskyldunni hafi verið fullnægt innan frestsins.35 Hafi hinn tilkynningaskyldi látið hjá líða að senda tilkynningu til víxilskuldara af ástæðum sem um getur í kafla 5 hér að framan, hefur hann sönnunarbyrði fyrir því að slíkt hafi verið heimilt. Sönnun fyrir því að tilkynningaskyldu hafi verið fullnægt má koma að með hvaða hætti sem er.36 9. RÉTTARÁHRIF ÞESS ÞEGAR TILKYNNINGASKYLDU ER EKKI FULLNÆGT Vanræksla á tilkynningaskyldu verður aðallega með þrennum nætti: 1) Þar sem hinn tilkynningaskyldi lætur alfarið hjá líða að sinna henni 2) Tilkynningin kemur of seint fram 3) Efni tilkynningarinnar er ófullnægjandi. Um réttaráhrif þess, þegar tilkynningaskyldu er ekki fullnægt, er fjallað í 6. mgr. 45. gr. vxl. Þar segir að sá sem ekki sendi tilkynningu innan nefnds frests glati ekki fullnusturétti sínum. Á grundvelli þessa ákvæðis virðast margir ranglega álíta tilkynningar skv. 45. gr. vxl. með öllu þýðingalausar. í 6. mgr. 45. gr. vxl. segir síðan að hinn tilkynningaskyldi skuli hins vegar ábyrgjast allt það tjón sem hlýst af vanrækslu hans við að sinna tilkynningaskyldu sinni. Aftur á móti mega skaðabæturnar þó ekki fara fram úr víxilfjárhæðinni. Hér er komið að hinum raunhæfu réttaráhrifum þess að vanrækt er að senda tilkynningu innan tilkynningafrests. 33 Ólafur Lárusson: Víxlar og tékkar, 76. 34 Rasting: Den danske Veksel- og Checklovgivning, 164. 35 Stranz: Wechselgesetz, 257. 36 Lyngsd: Checkloven, 185. Sjá hins vegar gagnstæöa reglu í 44. gr. við sönnun á samþykkisskorti eða greiðslufalli við sýningu. 251
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.