Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Síða 15
fyrir landið. Stöðulögin staðfestu aðeins það sem þegar mátti skilja af sjálfri
stjórnarskránni, enda varð henni ekki breytt með almennum lögum. Það mætti
svo sem liggja milli hluta hvernig réttarstöðu yfirdómaranna var háttað á
tímabilinu 1866 til 1871, ef ekki kæmi til að þá var einmitt einum af dómendum
Landsyfirdómsins vikið úr embætti, með konungsúrskurði 19. ágúst 1870, án
undanfarandi frávikningar um stundarsakir og án þess að málið væri áður borið
undir dómstóla. Eftirmál urðu út af vikningunni sem einkum vörðuðu eftir-
launarétt. Kom það mál bæði til kasta Ríkisþingsins og Alþingis. Ekki verður
betur séð en að hvorugur aðili hafi litið svo á að stjórnarskrárverndar nyti við, en
sú afstaða hefur enga þýðingu, hvorki um tímabilið frá 1849-1866 né um
réttarstöðu dómara á íslandi frá 1874 og síðan. Hinsvegar kann hér í að felast
vísbending um framkvæmdina á einveldistímanum.20
2.2 Retsreformen
Fyrirheit stjórnarskrárinnar frá 1849 um réttarfarsumbætur lögðu þá skyldu á
stjórn og þing að hefjast handa um þessar umbætur. Var það fljótlega gert, en
árangurinn lét á sér standa. Framan af beindust aðgerðir stjórnarinnar og
einstakra þingmanna einkum að sakamálaréttarfari, kviðdómum, opinberri og
munnlegri málsmeðferð og breytingum á dómstólakerfinu í því sambandi. Með
konunglegri tilskipun 22. febrúar 1868 var „Den store Proceskommission“
skipuð til að gera tillögur um heildstæðar endurbætur á réttarfarinu svo sem
áður er nefnt. í 50. gr. frv. sem nefndin samdi er mælt svo fyrir að dómstólar
kveði á um vikningu dómara um stundarsakir. Æ síðan var gert ráð fyrir hinu
sama í þeim tillögum sem stjórnin lagði fyrir þingið. í frumvarpi til laga um
skipan dómsvaldsins frá 1901 er þannig svohljóðandi ákvæði í 36. gr.:
20 Stöðulögin tóku gildi meðan málið var til meðferðar á Ríkisþinginu og var því vikið til Alþingis í
samræmi við ákvæði þeirra. Nefnd, sem kjörin var í málið á Alþingi, lagði til að dómaranum,
Benedikt Sveinssyni, yrðu fyrst um sinn ákveðin eftirlaun eftir þeim reglum sem þá giltu um
frávikningu embættismanna um stundarsakir. Einn nefndarmanna, séra Þórarinn Böðvarsson, lét í
ljós þá skoðun, að þar sem hin dönsku grundvallarlög hefðu ekki verið birt hér á landi, hefði
konungur haft vald til að setja dómarann frá embætti í krafti einveldis. Benedikt átaldi stjórnina fyrir
að veita sér ekki færi á að bera hönd fyrir höfuð sér og benti á að stjórnin hefði „borið það blákalt
fram“ í meir en tvo áratugi áð stjórnarskráin frá 1849 gilti á íslandi. í nefndarálitinusegir að nefndin
telji það eigi samkvæmt grundvallarreglum gildandi laga að víkja dómara úr embætti fyrir ósannaðar
sakir, eða án dóms og laga. Framsögumaður nefndarinnar, Jón Sigurðsson á Gautlöndum, áréttaði
þessa skoðun þannig að hann teldi dómstólana verða að fara með málið, áður en þingið gæti nokkuð
sagt um eftirlaunin, enda væri það hvorki rétt eða aðgengilegt að það viðgengist í nokkru landi, þar
sem einhver snefill væri af frjálsræði, að dómara á besta aldursskeiði væri vikið frá embætti án dóms
og laga. Konungsfulltrúi, Hilmar Finsen stiftamtmaður, taldi nægar ástæður hafa verið fyrir
frávikningunni og ekki á færi dómstóla að hagga ályktun konungs í því efni. Vart virðist hægt að líta á
þennan skoðanamun sem réttarágreining. Sjá nánar Björn Þórðarson, s. 163-173 og þar tilvitnuð
Alþingistíðindi og Ríkisdagstíðindi.
93