Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Qupperneq 5

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Qupperneq 5
skýrslum Kjararannsóknarnefndar, en þær sýna að tekjur kvenna eru almennt lægri en tekjur karlmanna. Þegar byggt er á útreikningi tryggingarstærðfræð- ings verður að leggja til grundvallar eins og unnt er atvik, sem varða gagngert tjónþola sjálfan. Þykir það ekki brjóta gegn lögum nr. 28/1991 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla“, en framangreinda tilvitnun er að finna í dómin- um. Þetta þýðir einfaldlega það að örorkutjónsbætur voru miðaðar við að konur hefðu lægri laun en karlar og að það ætti einnig við tjónþolann sem bótanna krafðist. Þótt ekki sé það algild regla, má fremur við því búast en hinu að héraðsdómar gangi á svipaðan hátt og hæstaréttardómar þegar um einstök afmörkuð atriði er að ræða sem hliðstæð eru, ekki síst þegar skammt er liðið frá því að dómar Hæstaréttar hafa gengið. Þótt dómar Hæstaréttar séu ekki bindandi fordæmi fyrir héraðsdóma þá verður samt sem áður að telja eðlilegt, að það sé fremur í verkahring Hæstaréttar að brjóta ísinn og leggja inn á nýjar brautir þótt ekkert banni héraðsdómum að gera það. Ekki er ólíklegt að þróunin verði sú, að dómstólar verði fljótari í ferðum að loka því bili sem nú er tekið tillit til í dómum sem þeim er hér hafa verið til umfjöllunar, heldur en hin raunverulega þróun þessara mála verður. Þó kann að vera að umræðan leiði til þess að löggjafinn taki til rækilegrar athugunar þá athyglisverðu tillögu virts tryggingarstærðfræðings að slysabætur skuli ekki fara eftir tekjum heldur skuli greiða, þó með undantekningum, sömu bætur fyrir sams konar áverka. 191

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.