Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Qupperneq 6

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Qupperneq 6
Þorsteinn Gylfason er prófessor í heimspeki við Háskóla Islands Þorsteinn Gylfason: FJÖLRÆÐI OG SJÁLFSTÆÐI 1. HVAÐ ER FJÖLRÆÐI? Fjölræði kalla ég þá skipan í ríki eða þjóðfélagi að meira eða minna sjálfstæðar stofnanir, hver eftir sínum eigin reglum eða hefð- um.1 A útlendum málum mundi ég kalla fjölræði „plúralisma“. En þá er þess að gæta að „plúralismi“ er mjög margrætt orð. Það þarf ekki að merkja annað en sundurleitni samfélags, til dæmis þá að þegnarnir séu af ólíkum kynþáttum eða játi margvíslega trú. Það getur líka merkt það sundurlyndi samfélags að þegn- arnir komi sér ekki saman í stjórnmálum eða siðferðisefnum, þannig að þar sé rammur ágreiningur um fóstureyðingar, stjóm fiskveiða eða frelsi til vín- drykkju. Sundurlyndi er merkilegt umhugsunarefni í stjórnspeki á okkar dög- um. Það er næsta almennt í vestrænum þjóðfélögum og virðist hafa farið vax- andi á tuttugustu öld. Og það skapar þann vanda hvemig sé hægt að sameina sundurlynt þjóðfélag í einu skipulegu ríki.2 Stundum stafar sundurlyndi af sundurleitni, en Islendingar hafa löngum verið sundurlyndir þótt þeir séu eitt samleitasta þjóðfélag á byggðu bóli. 1 Ritgerðin er reist á fyrirlestri sem fluttur var á Dómaraþingi 1994. Þingið var haldið á Hótel Selfossi dagana 4ða-5ta nóvember 1994. Lestrinum var ætlað að vera ofurlítið framlag til umræðna meðal dómara um sjálfstæði íslenzkra dómstóla, enda var ég beðinn að fjalla um það efni. Eg þakka Hjördísi Hákonardóttur héraðsdómara fyrir að ræða efnið við mig og út- vega mér heimildir um það þegar lesturinn var í smíðum, og Dómarafélagi íslands fyrir gestrisni á Selfossi. Ég hafði mikið gagn af ritgerð Valtýs Sigurðssonar héraðsdómara „Sjálf- stæði og staða dómara í nútíð og framtíð" í Tímariti lögfrœðinga lsta hefti 39da árgangs, apríl 1989, 44-56. 2 John Rawls: „The Idea of an Overlapping Consensus", Chapel Hill Symposium 1986 (fjöl- rit). 192

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.