Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Side 7
Þessi ritgerð fjallar ekki um sundurleitni né sundurlyndi heldur um fjölræði. Fjölræði er dreifing á valdi sem sundurleitni og sundurlyndi eru ekki. Það er ein mynd valddreifingar. Þess vegna má kalla það lýðræðislegt á þeirri forsendu að dreifing valds gangi yfirleitt í lýðræðisátt. Fjölræði í ríki er sjálfstæði stofnana þess. I fjölræðisríki eru til að mynda sjálfstæðir fjölmiðlar. Hvemig eiga þeir að vera sjálfstæðir? Þeir þurfa til dæmis að vera óháðir valdhöfum þannig að ráðherra eða embættismaður geti ekki komið í veg fyrir mikilsverðan fréttaflutning. Þeir þurfa líka að vera óháðir öðru valdi en valdi valdhafanna, eins og öflugum fyrirtækjum eða hagsmunasamtök- um. Þetta á auðvitað ekki að skilja svo að hvert einasta blað og útvarpsstöð verði að vera laus undan slíkum áhrifum. Hugsunin er sú að fjölmiðlakerfið í heild sé óháð, til dæmis með þeim hætti að frétt sem stöðvuð er á einum stað af annarlegum hvötum eigi sæmilega greiða leið að einhverri annarri fréttastofu. í fjölræðisnki eru líka sjálfstæðir háskólar, þar er sjálfstæð kirkja eða kirkjur og sjálfstæð bókaútgáfa. Nú hef ég aðeins nefnt stofnanir sem tryggja málfrelsi og trúfrelsi ef þær fá að vera sjálfstæðar. En í fjölræðisríki eru líka sjálfstæð at- vinnufyrirtæki yfirleitt. Markaðskerfið sem hagfræðin fjallar um og skýrir er prýðilegt dæmi um tjölræði á afmörkuðu sviði atvinnurekstrar. En það er mjög mikilsvert að átta sig á að þetta efnahagskerfi er ekki eina dæmið og ekki held- ur bezta dæmið um fjölræði. Kerfi vísinda og fræða er betra dæmi. Það er líka eldra. Hagfræðingurinn John Maynard Keynes skrifaði fyrir næstum sjötíu árum bók gegn bæði frjálshyggju 19du aldar, sem setti svip á alla sígilda hagfræði, og sameignarstefnu eða þjóðnýtingarstefnu sem átti eftir að reynast afar máttug á 20stu öld.3 Þar boðaði hann hugsjónina um slíkt fjölræði. Samt nefndi hann hana ekki neinu slíku nafni. Þessi hugsjón var frá hans sjónarmiði ný frjáls- hyggja. Hún var frjálshyggja sem snerist ekki fyrst og fremst um frelsi einstakl- inga til umsvifa, eins og frjálshyggja 19du aldar sem hefur verið vakin upp á okkar dögum, heldur um sjálfstæði stofnana. Hann lét þess getið að hugmynd- ina um sjálfstæði stofnana mætti sjá að verki á miðöldum áður en nútímahag- kerfi varð til. Hann nefndi dæmi úr samtíma sínum um enskar stofnanir af því tæi sem hann hefði í huga: háskólana, Englandsbanka, höfnina í London og jafnvel brezku jámbrautirnar. Hefði hann skrifað þetta tíu ámm síðar - 1936 en ekki 1926 - hefði hann áreiðanlega nefnt brezka útvarpið til viðbótar. Eg nefni þetta dæmi af Keynes til þess eins að varpa ljósi á hugmyndina um fjölræði, en ekki vegna þess að ég vilji boða hugmyndir hans, enda snúast þær mest um efnahagsmál sem ég hef ekkert vit á. Mig langar til að nefna annað dæmi af allt öðru tæi til að bregða birtu á hugmyndina. Orðið „fjölræði“ er ekki almenningseign á Islandi, og stjórnmálamenn deila ekki svo að ég viti um kosti 3 John Maynard Keynes: „The End of Laissez Faire“ hjá William Ebenstein: Great Political Thinkers, Holt, Rinehart and Winston, New York og vfðar 1951, 663-665. 193

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.