Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Page 9
Þessi páfaregla hefur verið kölluð „heimastjórnarregla“ á íslenzku, og það er alveg prýðileg nafngift. Þá hljóða ummæli sem eignuð eru John Major, for- sætisráðherra Breta, af andstæðingum hans þannig í íslenzkri þýðingu: „Heima- stjóm merkir að allar ákvarðanir séu teknar heima hjá mér“. Má nú einnig geta þess að um 1970 gerðu Italir mikla heimastjórnarbyltingu í landi sínu. Ég veit ekki hvort páfabréfið til Mussolinis löngu fyrr hafði neitt með þessa byltingu að gera. Italska heimastjórnarbyltingin hefur verið rannsökuð vandlega og niður- stöðurnar birtar árið 1993 í bókinni Making Democracy Work eftir Robert D. Putnam.4 Ég leyfi mér að mæla með þeirri bók. Þar er meginniðurstaðan sú að byltingin hafi heppnazt eftir því hverjar hefðirnar voru í hverjum landshluta, og þessar hefðir hefðu byrjað að mótazt þegar á miðöldum. Nóg um það. Fjölræðið kveður á um dreifingu valds. Heimastjórnarreglan er regla um tiltekna dreifingu valds. Nú vona ég að það sé nokkuð ljóst hvað ég kalla fjölræði. Það er dreifing valds til margra sjálfstæðra stofnana eða kerfa af stofnunum. Slíkt fjölræði er bersýnilega mikilsvert einkenni á flestum vestrænum ríkjum á 20stu öld ekki síður en sundurlyndið. Það er ugglaust mun erfiðara að koma því við í örsmáu ríki eins og á Islandi en í heimsveldi eins og Bandaríkjunum. En jafnvel á ís- landi má greina skýra þróun í fjölræðisátt upp á síðkastið eins og ég nefndi. Þetta var greinargerð fyrir fjölræði. Ég bið lesandann að hafa hugfast að ég hef aðeins verið að reyna að lýsa því. Ég hef ekki sagt aukatekið orð til að rétt- læta það. En áður en ég segi svolítið um réttlætingu fjölræðis er hyggilegt að ég víki að öðru efni sem ég held að sé náskylt fjölræðinu. Þetta efni er þrískipting ríkisvaldsins. Það er lögfræðingum áreiðanlega kunn- ugra en það er mér, ekki sízt eftir breytingamar miklu á íslenzkri löggjöf um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds sem gerðar voru 1992. En þá er kannski bót í máli að ég er heimspekingur en ekki lögfræðingur. Þar með er eins víst að ég taki eftir allt öðmm hlutum um þrískiptinguna en lögfræðingum er tamast að hugsa um. Að minnsta kosti vona ég það, og þess vegna set ég þessa ritsmíð saman. I fæstum orðum má segja að heimspekingur nálgist efni eins og þetta úr tveimur gerólrkum áttum. Annars vegar leitar hann í hugmyndasöguna og reynir að átta sig á kenningum sígildra höfunda um efnið. Hins vegar innir hann jafnt og þétt eftir rökum og réttlætingu, og umgengst þá sígildan höfund eins og hvern annan jafningja sinn í samtímanum. Einn kosturinn við að þræta þannig við sígildan höfund. frekar en við núlifandi mann, er sá að gamall höfundur, af því einu saman að hann er gamall, bregður oft sérkennilegri birtu yfir efni sem vanahugsun okkar tíma hefur myrkvað fyrir okkur. Annar er sá að oftast nær er sígildi höfundurinn bæði skarpari og skemmtilegri en við erum. Þess vegna er hann sígildur. Helzti gallinn er sá að hinn sígildi höfundur getur ekki svarað 4 Robert D. Putnam: Making Democracy Work, Princeton University Press, Princeton 1993. 195

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.