Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Side 11
Ritgerð um ríkisvald. í þessari rökræðu var honum einkum umhugað um að tak-
marka ríkisvald, til að mynda vald löggjafans til skattlagningar.
Þar sem Locke fjallar um skiptingu ríkisvaldsins - hjá honum er hún einkum
aðgreining löggjafarvalds og framkvæmdavalds því að um dómsvaldið segir
hann ekkert7 - þá segir hann einfaldlega að ..framkvœmdavaldið og löggjafar-
valdið [séu] oftlega aðskilin“8 svo að hann gerir ekkert tilkall til að vera frum-
legur um þetta efni. Slík aðgreining var daglegt brauð, og Locke gengur að
henni vísri. Réttlæting aðgreiningarinnar á þessum stað er aðeins ein og hljóðar
svo:
En vegna þess að lög sem sett eru á stuttum fundi hafa varanlegt gildi, og þurfa á því
að halda að þeim sé framfylgt í sífellu og yfir þeim sé stöðugt vakað, þá er nauðsyn-
legt að ætíð sé til reiðu vald til að framfylgja þeim.9
Þetta er nánast hentugleikasjónarmið. Það er ekki hægt að ætlast til þess af
þingmönnum, sem hafa ýmsum hnöppum að hneppa þegar þeir sitja ekki hina
stuttu fundi sína, að þeir séu á vöktum á lögreglustöðvum. En að vísu má greina
aðra réttlætingu skiptingarinnar hjá Locke. Hana skulum við geyma okkur um
stund.
Montesquieu er frægasti höfundur um þrískiptingu ríkisvaldsins sem sögur
fara af. Hann gerði dómsvaldið að þriðju grein ríkisvaldsins og fjallaði vand-
lega um nauðsynina á sjálfstæði þess. Hugmyndir hans hlutu mikla hylli bylt-
ingarmannanna í Amerrku 1776 með þeim afleiðingum að Bandaríkin eru enn
í dag það ríki jarðar sem ber mestar menjar kenninga Montesquieus.10 Þar eru
skilin milli greina ríkisvaldsins gleggst, meðal annars vegna þess að þar er ekki
þingræði, þótt þau séu býsna margbrotin.
Montesquieu og Locke voru mjög ólfkir höfundar. Höfuðatriði hjá Locke, sótt
í heimspeki miðalda, var náttúruréttur af því tæi sem á sér ýmsa málsvara enn
á okkar dögum þegar mannréttindi eru á hvers manns vörum. Montesquieu trúði
ekki á neinn náttúrlegan rétt. Það var sannast sagna öðru nær, því að ein höfuð-
kenning hans var sú að ólík stjórnskipan og stjórnarfar hentaði ólíkum þjóðum
og þar með ólfk réttindi og ólíkar skyldur. Locke vildi réttlæta sumar byltingar.
Montesquieu hafði engan áhuga á byltingum. Locke vildi öllu öðru fremur tak-
marka vald og óttaðist takmarkalaust vald. Montesquieu þótti á hinn bóginn
augljóst að allt vald væri ævinlega takmarkað.
7 Locke nefnir þó hlutlausa dómara. Sjá John Locke: Ritgerð um ríkisvald, Hið íslenzka bók-
menntafélag, Reykjavík 1986, ix, §§125 og 131.
8 Sama rit, xii, §144.
9 Sami staður. Það er gaman að lesa bók eins og Ritgerð um ríkisvald þar sem farið er með
það sem sjálfsagðan hlut að þingfundir séu stuttir.
10 Sbr. John Plamenatz: Man and Society, Longmans, London 1963,1, 286.
197