Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Side 14
áhrif á skilgreininguna. Plamenatz fordæmir hann fyrir það.15 En hér held ég við getum varið Montesquieu gegn ásökunum Plamenatz. Kannski var hugsun- in í skilgreiningunni á frelsinu hjá Montesquieu sú að frelsi væri rétturinn til athafna sem góð lög leyfa. Það virðist koma heim við aðra skilgreiningu hans á frelsi sem hann ber fram í beinu framhaldi af hinni fyrri eins og þær væru jafn- gildar. Síðari skilgreiningin er siðferðileg fremur en lagaleg. Samkvæmt henni er frelsi heimild manns til að gera það sem hann á að vilja.16 Það sem ég á að vilja eru væntanlega góð verk en ekki slæm. Og ef skilgreiningarnar tvær eru jafngildar, þannig að hin góðu verk sem ég á að vilja og verkin sem lög leyfa komi út á eitt, þá hljóta lögin sem um er að ræða að vera góð lög. Frelsið er þá heimild til alls sem góð lög leyfa. En hér vaknar vandi. Réttar- farslög í skilningi Montesquieus eru að sjálfsögðu engin trygging gegn vondum eða ofríkisfullum lögum. Þau eru aðeins vörn gegn ólöglegri kúgun. Þau veita enga vernd gegn löglegri kúgun vegna þess að dómendum er að sjálfsögðu gert að dæma eftir lögunum. Þetta vissi Montesquieu vel. Það er svo andspænis þessum vanda löglegrar kúgunar sem sú meginhugmynd Montesquieus kemur til sögunnar að vald þurfi til að halda valdi í skefjum. Án þeirra skefja misnot- ar hver einasti valdhafi vald sitt. Stjómfrelsi höfum við aðeins þar sem engin misbeiting valds á sér stað. En stöðug reynsla sýnir okkur að hver maður sem falið er vald er líklegur til að misnota það, og neyta þess eins og hann frekast kemst upp með... Til að varna þessari misnotkun valds hljótum við, í krafti sjálfs eðlis máls, að láta vald hafa hemil á valdi.17 Þess vegna þarf að aðskilja dómsvald, löggjafarvald og framkvæmdavald. Dómsvaldið þarf þess utan að vera sjálfstætt til að tryggja frelsi þegnanna. En tökum eftir að það gera dómstólar aðeins að góðum lögum gefnum ef ég hef skilið Montesquieu rétt. Eg nefndi áðan að Locke hefði önnur rök en hentugleikarök sín fyrir aðgrein- ingu löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Hann skrifar: Og fyrir mannlegan breyskleika og valdafíkn verða freistingarnar of miklar ef sömu einstaklingarnir hafa bæði valdið til að setja lögin og valdið til að framfylgja þeim, þannig að þeir geti undanþegið sjálfa sig þeirri skyldu að hlýða lögunum sem þeir búa til, og lagað lögin og framkvæmd þeirra að sínum eigin hagsmunum, og þar með tekið að sjá hag sinn í öðru en því sem er samfélaginu fyrir beztu.18 15 Samarit I, 275-276. 16 L'Esprít des lois, xi, §3. 17 Sama rit xi, §4. 18 Ritgerð um ríkisvald xii §143. 200

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.