Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Síða 19
Jón Finnbjörnsson er dómarafulltrúi
í Héraðsdómi Reykjavíkur
Jón Finnbjörnsson:
TVEIR DOMAR UM TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR
FARMFLYTJANDA1
1. INNGANGUR
Meðal sérkenna sjóréttarins er takmörkun ábyrgðar. Á öðrum réttarsviðum er
bótaábyrgð almennt ekki takmörkuð við tilteknar, fyrirfram ákveðnar fjárhæðir,
svo sem er mjög ríkjandi í sjórétti.2
Takmörkun ábyrgðar birtist í ýmsum gerðum í siglingalögum nr. 34/1985. í
þessari grein verður einungis fjallað stuttlega um tvenns konar takmörkun.
Annars vegar allsherjartakmörkun með tiltekinni fjárhæð til greiðslu allra
bótakrafna sem rísa vegna eins og sama atburðar. Um þennan þátt er fjallað í
IX. kafla laganna, einkum 173.-177. gr.3 Hins vegar takmörkun ábyrgðar á
farmi við tiltekna fjárhæð miðað við einingafjölda eða þyngd,4 sbr. 2. tl. 70. gr.
siglingalaganna.5
Takmörkun ábyrgðar verður líklega að telja undantekningarreglu. Almennt
ber þeim sem bótaskyldur er að bæta allt tjón sem hann er ábyrgur fyrir. Það að
1 Framsöguerindi flutt á fundi Hins íslenska sjóréttarfélags 6. apríl 1995, með fáeinum
breytingum og viðaukum.
2 Takmörkun bótaábyrgðar hefur einnig fest sig í sessi í öðrum greinum flutningaréttar, sbr.
t.d. 118. gr. loftferðalaga nr. 34/1964.
3 Um almenna takmörkun bótaábyrgðar útgerðarmanns má vísa til þessara rita: Arnljótur
Björnsson í Tímariti lögfrœðinga 1987, bls. 8; lnnföring i Sj0rett, bls. 120-132; Peter
Wetterstein í Marlus nr. 108; Chorley & Giles, bls. 394-416.
4 Sjá um stykkjatakmörkun (kollobegrensning) Arnljót Björnsson í Tímariti lögfrœðinga
1987, bls. 104 (112-115); Innföring i Sj0rett, bls. 208; Chorley & Giles, bls. 210-215.
205