Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Page 20
bótaskylda verði lögð á er ekki í sjálfu sér undantekning, þó vissulega þurfí til
þess sérstaka lagaheimild, í settum lögum eða öðrum réttarheimildum.
Ekki skal hér fjölyrt um ástæður þess að ábyrgð er takmörkuð í svo ríkum
mæli við siglingar og aðra flutningastarfsemi. Einnig verður látið liggja milli
hluta hvort þessar reglur eru skynsamlegar eða réttlátar. Sem rök fyrir reglunum
hafa menn lengi bent á það hve mikil áhætta fylgir siglingum, sagt að ótak-
mörkuð ábyrgð gæti reynst útgerðaraðilum ofviða. Brækhus benti árið 19475 6 á
að þau rök væru fyrir takmörkun ábyrgðar, að hún legði gmnn að einfaldri lausn
undan áhættunni af bótaábyrgð með því að henni væru settar afmarkaðar
skorður og jafnframt yrðu vátryggingar þar með einfaldari og hagkvæmari.
Þessar röksemdir eru hafðar í hávegum nú um stundir.7
En frá undantekningarreglum em gerðar undantekningar. Stundum missa
menn rétt til að takmarka ábyrgð sína. Um það eru nú ákvæði í siglingalögum
sem fjallað var um í þeim hæstaréttardómum, sem eru tilefni greinarstúfs þessa,
H 1992 1178 og 1993 1960.8
2. YFIRLIT UM ALLSHERJARTAKMÖRKUN
í 173. gr. siglingalaga segir að útgerðarmaður geti takmarkað ábyrgð sína eftir
reglum þeim sem kaflinn hefur að geyma.9 Heimildin er ekki bundin við
útgerðarmann, aðrir geta einnig beitt takmörkun, t.d. skipverjar eða farmflytj-
endur, sem ekki eru útgerðarmenn, sbr. 2. mgr. 173. gr. í 174. gr. eru taldar upp
5 Til viðbótar verður að nefna takmörkun bótakröfu farþega skv. 141. gr. laganna.
6 Erindið "Det begrensede rederansvar", prentað í ritröðinni Norskforsikríngsjuridisk Foren-
ings Publikasjoner nr. 22, birtist síðar í safnritinu Juridiske Arbeider fra Sjd og Land, Osló
1968.
7 Sjá Innfdring i Sjdrett, bls. 121.1 raun eru það fyrst og fremst söguleg rök sem skýra tilvist
reglna um takmörkun ábyrgðar. Sögunni er lýst að nokkru í Innfdring i Sjdrett, bls. 120-121.
Viðskiptalífið hefur búið við takmörkun þessa lengur en elstu menn muna og allt er við það
miðað að ábyrgð sé takmörkuð. Ekki er að vænta að á þessari eða næstu öld verði grundvallar-
breytingar á þessu. Reglumar em ekki sniðnar fyrir íslenskar aðstæður. I íslenska flotanum,
bæði fiski- og flutningaskipa, em tiltölulega lítil skip sem hafa lága takmörkunarfjárhæð. Þá
er líklega algengara hér en annars staðar að farmeigendur og aðrir spari sér útgjöld til vátrygg-
inga.
8 Til fróðleiks má benda á að í Haag-reglunum eins og þær hljóðuðu fram til þess að Visby-
viðaukinn bættist við voru ekki nein ákvæði um missi réttar til að takmarka ábyrgð. Slíkar
reglur þróuðust þó í dómaframkvæmd víðast hvar, sjá umfjöllun hjá Selvig, bls. 107-137.
9 Reglur þessar em í samræmi við Lundúna-sáttmálann frá 1976, sem heita má að hafi alfarið
leyst af hólmi Brússel-sáttmálann frá 1957 meðal siglingaþjóða. Reglur Brússel-sáttmálans
vom lögfestar hér á landi í siglingalög nr. 66/1963 með lögum nr. 14/1968. Um þær reglur
fjallar Þórður Eyjólfsson í grein sinni í Tímariti lögfrœðinga 1969.
206