Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Qupperneq 21
kröfur sem falla undir takmörkunina, en í 175. gr. eru taldar kröfur undanþegnar
takmörkun. Ekki er ástæða til að fjölyrða um þessar reglur hér. Það má þó orða
sem niðurstöðu um reglurnar að ábyrgð er takmörkuð á nokkurn veginn öllum
þeim bótakröfum sem beinst geta að útgerðarmanni, þó undantekningamar séu
mikilvægar.10 Ef miðað er við fjárhæðir og áhættu þá nær takmörkun til megin-
hluta krafnanna.* 11
I 177. gr. er lýsing á því hvemig takmörkunin kemur fram: í 1.-3. mgr. em
sett fjárhæðamörkin, í fyrsta lagi vegna tjóns farþega á farþegaskipum, í öðm
lagi vegna líkamstjóns annarra og í þriðja lagi vegna allra annarra krafna, þ.á
m. krafna vegna líkamstjóns, sem ekki fást greiddar skv. 2. mgr.
í 4. mgr. segir síðan að ábyrgðarmörkin í 1.-3. mgr. gildi fyrir samtölu allra
krafna sem rísa vegna eins og sama atburðar gagnvart útgerðarmanni og öðrum
þeim sem kunna að bera ábyrgð. Ef fjárhæðin dugar ekki til að ljúka greiðslu
allra krafna, greiðast þær hlutfallslega. A svipaðan hátt og við gjaldþrotaskipti
verða kröfuhafar að skipta tiltekinni fjárhæð á milli sín.12
Þetta getur skipt þá sem hafa orðið fyrir tjóni vemlegu máli, kannski fæst
krafan ekki greidd nema að hálfu, jafnvel ekki nema lítið brot af henni.
Um fjárhæðir er þetta að segja: Þær em lágar, einkum þegar lítil skip eiga í
hlut. Takmörkunarfjárhæð vegna annars tjóns en líkamstjóns vegna 500 rúm-
lesta skips nemur rúmlega 16 milljónum króna (167.000 SDR), fjárhæð vegna
líkamstjóns er rúmlega 33 milljónir (333.000 SDR). Vegna skips sem er 7.500
rúmlestir eru þessar fjárhæðir annars vegar kr. 132.785.040 (1.336.000 SDR),
hins vegar kr. 306.220.590 (3.081.000) SDR).13
10 Fyrir íslenska flotann skipta líkiega mestu undantekningamar um björgunarlaun og bóta-
kröfur skipverja í 1. og 5. tl. 175. gr.
11 Kröfur vegna olíumengunar sem eru undanþegnar takmörkun þessa kafla í 2. tl. 175. gr.,
sæta takmörkun skv. reglum alþjóðasamnings frá 1969 sem lögfestur hefur verið á íslandi,
sbr. lög nr. 14/1979. Sjá um reglur sáttmálans Innf0ring i Sj0rett, bls. 134.
12 Að stofni til standa allir kröfuhafar jafnfætis við skiptingu takmörkunarfjárhæðar. Eins og
að framan greinir em kröfur farþega á farþegaskipum teknar f einum flokki og afmörkuð
fjárhæð er sett til greiðslu þeirra krafna. Ef afgangur verður af þeirri fjárhæð fellur hún niður
og ef hún dugar ekki fá farþegar ekki hlutdeild í fjárhæð skv. 3. mgr., eins og aðrir er orðið
hafa fyrir lfkamstjóni. Þá em kröfur vegna líkamstjóns f einum flokki, sbr. 2. mgr.. Eru þetta
allar slíkar kröfur, nema ekki kröfur farþega og ekki kröfur áhafnarmeðlima eða annarra
starfsmanna útgerðarmanns, sbr. 5. tl. 175. gr. Allar aðrar kröfur greiðast af fjárhæð skv. 3.
mgr., þ.á m. ógreiddur hluti krafna vegna líkamstjóns skv. 2. mgr. í hverjum flokki fyrir sig
greiðast allar kröfur hlutfallslega jafnt.
13 Hér er miðað við gengi SDR 4. maí 1995, kr. 99,39.
207