Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Qupperneq 22

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Qupperneq 22
3. TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR Á TJÓNI Á FARMI14 Meðal þeirra krafna sem sæta takmörkun við hlið annarra krafna skv. IX. kafla eru kröfur vegna tjóns á farmi, vegna seinkunar eða þess að hann glatast. Ábyrgð á farmtjóni er auk þess takmörkuð sérstaklega. Um ábyrgð farmflytjanda gilda ákvæði 68. gr. siglingalaga. Ábyrgðin er sakarábyrgð með öfugri sönnunarbyrði og ákveðnum undantekningum. í 70. gr. er fyrst fjallað um ákvörðun bóta í 1. mgr. í 2. mgr. er ábyrgðin tak- mörkuð við 667 SDR fyrir hvert stykki eða flutningseiningu eða 2 SDR fyrir hvert brúttókíló vöm. Þannig getur ábyrgðin ekki orðið hærri en sem þessu nemur, óháð því hve tjónið er mikið. Oft er þetta nægilegt, stundum fjaixi því.15 Undan þessari takmörkun verður komist með tilgreiningu verðmætis í farm- skírteini, sbr. 4. mgr. 70. gr., og ef 6. mgr. 70. gr. á við.16 4. MISSIR RÉTTAR TIL AÐ TAKMARKA ÁBYRGÐ I 176. gr. er um allsherjartakmörkunina sagt að þeim ábyrga sé óheimilt að takmarka ábyrgð, ef það sannast að hann hafi sjálfur valdið viðkomandi tjóni af ásetningi eða stórfelldu gáleysi og honum hafi mátt vera Ijóst að siíkt tjón mundi sennilega hljótast af. Af sama toga er 6. mgr. 70. gr. urn stykkjatakmörkunina, en þar segir: Fann- flytjandi getur ekki boriðjyrir sig ábyrgðartakmörkun samkvæmt þessari grein ef það sannast að Irnnn hafi sjálfur valdið tjóninu eða skaðanum af ásetningi eða stórfelldu gáleysi og honum mátti vera Ijóst að tjón mundi sennilega hljótast af.11 Tvær spurningar vakna í þessu sambandi. Annars vegar hvernig gáleysi er lýsí með þessum orðum. Hins vegar hvað er átt við með orðinu „sjálfur". 14 Sjá Innf0ring i Sj0rett, bls. 208, Chorley & Giles, bls. 210-215. 15 Miðað við gengi SDR 4. maí 1995 er ábyrgðin tæplega 2.000 krónur fyrir hvert kíló, eða rúmlega 66.000 fyrir hverja einingu. 16 Hafa mætti mörg fleiri orð um þessar reglur. Það eitt skal nefnt, að talsvert er undir því komið hvemig vöru er lýst í farmskírteini, hvemig ábyrgðin takmarkast. Þannig er ábyrgðin takmörkuð við 667 SDRx2, ef í farmskírteini er tilgreindur gámur með sjónvarpstækjum. Ef hins vegar segir gámur með 200 sjónvarpstækjum er ábyrgðin takmörkuð við 667 SDR x 201 (gámurinn telst ein eining). Sjá nánar þau rit er greinir í 13. neðanmálsgrein. 17 Samhljóða regla gildir skv. 2. mgr. 146. gr. um takmörkun ábyrgðar farsala. Nokkur munur er á orðalagi íslensku laganna og fyrirmyndanna, þ.e. Haag-Visby reglnanna og Lundúna- sáttmálans frá 1976, sent Arnljótur Björnsson rekur í grein sinni í Tímariti lögfrceðinga 1987 á bls. 17. Þannig segir í 176. gr. íslensku laganna „hafi mátt vera Ijóst að tjón mundi sennilega hljótast af'. I 4. gr. Lundúna-sáttmálans segir „and with knowledge that such loss would proba- bly result“. Af greinargerð með fmmvarpi til siglingalaga verður ekki séð að ætlunin hafi verið að efnisreglur íslensks réttar yrðu frábmgðnar rétti samningsríkja og verður að hafa það í huga við skýringu íslensku laganna um þetta efni. Sjá einnig í því sambandi orðalag 3. mgr. 72. gr. Að þessu leyti em Haag-Visby reglumar og Lundúna-sáttmálinn nær samhljóða, og raunar einn- ig Hamborgarreglurnar sem nú em víða um lönd að leysa Haag-Visby reglumar af hólnti. 208

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.