Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Qupperneq 35

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Qupperneq 35
kynni. Þau verða látlaus en við hæfi þeirrar virðingar sem Hæstarétti ber. Þeir eiga þakkir skyldar sem lagt hafa sitt af mörkum til þess að gera þessi gömlu áform að veruleika. Við höfum ekki bara verið í meðvindi, því ýmsir töldu óþarfa á þrengingatímum að eyða fjármunum í hús fyrir Hæstarétt, og aðrir deildu á staðsetninguna. Um þessa framkvæmd ríkir hinsvegar friður nú, enda er ég sannfærður um að það er vilji íslensku þjóðarinnar að búa svo að æðsta dömstól landsins að við getum kinnroðalaust sagt að hann hafi til umráða nauðsynlegt húsnæði. Það er lfka mála sannast að framlag íslenskra arkitekta til þessa máls var stórglæsilegt með listrænni úrlausn og mikilli þátttöku í hönn- unarsamkeppni. Lögmenn sýndu líka samstöðu um að styðja þetta mikilvæga mál dyggilega þegar mest á reyndi. Það er ósk mín og von að með þessu nýja húsi Hæstaréttar rísi nýtt merki um sjálfstæði og fullveldi íslands, sem dómararnir sjálfir haldi hátt á lofti í dagleg- um störfum sínum, hér eftir sem hingað til og geri þannig björtustu vonir frum- herja sjálfstæðisbaráttunnar að veruleika. HRAFN BRAGASON FORSETI HÆSTARÉTTAR ÍSLANDS: Forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir, ágætu norrænu gestir, heiðraða sam- koma. í dag, 16. febrúar 1995, eru sjötíu og fimm ár liðin frá því að Hæstiréttur ís- lands kom saman í fyrsta sinn. Dómendum réttarins þótti hlýða að bjóða til þessarar hátíðar hér í dag af því tilefni, horfa yfir farinn veg og skyggnast til framtíðar. Með stofnun Hæstaréttar íslands endurheimti íslenska þjóðin æðsta dómsvald í sínum málum, sem erlendir aðilar höfðu farið með allt frá því er íslendingar gengu Noregskonungi á hönd 1262. Þjóðin hafði náð mikilvægum áfanga á leið sinni til fulls sjálfsforræðis. Hverja sjálfstæða þjóð varðar það miklu hvernig er skipað æðstu stofnunum hennar, löggjafarþinginu, rfkisstjóm og æðsta dómsvaldinu. Að þessum stofn- unum þarf vel að hyggja, um þær og valdsvið þeirra þurfa að gilda reglur sem hæfa því þjóðfélagi sem stofnanirnar eiga að þjóna. Þeir sem til þess eru kallaðir að fara skamma hríð með vald þessara stofnana mega ekki aðeins líta til dægurmálefna heldur verða að hafa í huga að þeir eiga að gæta að grundvelli ríkisins og skila honum óbrotnum til þeirra sem á eftir koma. Dómarar Hæstaréttar gera sér grein fyrir því að þeirra ábyrgð er mikil og að þeirra er að fara af hófsemi með það vald sem þeim er falið. Þeim ber að halda við og efla þá stofnun, sem þeim hefur verið trúað fyrir. A herðum þeirra hvílir það réttar- öryggi, sem er ein aðalforsenda heilbrigðs þjóðlífs. Dómsvaldið þarf ekki að vera áberandi en verður þó að vera vel sýnilegt. Dómarar verða að fylgjast vel með ölduróti þjóðfélagsins. Stjórnskipunin veitir þeim endanlegt úrskurðarvald um það hvort breytt hefur verið rétt eða rangt. Valdið er þeim fengið til þess að friður ríki í þjóðfélaginu. Ein lög og einn réttur eiga að gilda. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum. Allir eiga að geta náð rétti sínum. 221

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.