Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Qupperneq 41
Það er því við hæfí að ljúka þessari kveðju Dómarafélags íslands til Hæsta-
réttar með því að vitna í Dómakapítula Jónsbókar: „og er allmjótt mundangs-
hófið, en því mjórra sem það er, þá eru þeir því sælli sem svo fá hæft þeirra
fjögurra systra hófi sem í öllum réttum dómum eiga að vera, að guði líki en
mönnum hæfi. En það er miskunn og sannindi, réttvísi og friðsemi".
RAGNAR AÐALSTEINSSON FORMAÐUR
LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS:
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, virðulegi Hæstiréttur og aðrir góðir
gestir.
Á tímamótum sem þessum gefst tilefni til að rifja upp liðna tíð, meta stöðuna
og horfa fram á veginn.
Ohjákvæmilega koma upp í huga mér störf mín sem málflutningsmaður fyrir
Hæstarétti í tæp 30 ár og að ég hef flutt mál fyrir 26 af þeim 36 dómurum sem
réttinn hafa skipað á undanförnum 75 árum.
Þessi persónulega hugleiðing leiðir til almennra hugleiðinga um störf hæsta-
réttarlögmanna fyrir Hæstarétti og hlutverk þeirra svo og samskipti Hæstaréttar
og lögmanna.
Það er hlutverk okkar lögmanna að leggja ágreiningsmál milli borgaranna,
sem ekki tekst að leysa utan réttar, fyrir dómstóla. Lögmenn hafa nokkur áhrif
á það hvaða mál ber fyrir dómstóla og einkum ráða þeir hvemig málin eru lögð
fyrir. í þessu felst að þeir gera grein fyrir þeim réttarheimildum, fræðikenn-
ingum og dómum, sem þeir byggja málatilbúnað sinn á. Á það jafnt við um inn-
lendar heimildir, kenningar og dóma og alþjóðlegar. Lögmenn eiga því frum-
kvæði að því að móta hvemig mál em lögð fyrir dómstóla og það er því í þeirra
höndum að hafa áhrif á réttarþróunina í landinu með starfi sínu sem málflytj-
endur.
í opinbemm málum er hlutverk lögmanna í hlutverki verjenda ekki síður mik-
ilvægt.
Réttaröryggi í landinu er að verulegu leyti háð því að lögmenn gegni störfum
sínum af þekkingu, samviskusemi og alúð frammi fyrir dómstólunum. Framlag
lögmanna til réttaröryggis og réttarþróunar hrekkur hinsvegar skammt ef ekki
nýtur við réttlátrar málsmeðferðar borgaranna fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum
dómstólum.
Mér sýnist að hér á landi sé allgóður skilningur á nauðsyn sjálfstæðra og óvil-
hallra dómara. Löggjafarvalds- og framkvæmdavaldshafar eru reiðubúnir að
treysta dómsvaldið og má minna á merka atburði á því sviði á síðustu árum.
Vissule«a gætir einnig á þessu sviði sterklega áhrifa af alþjóðlegum skuldbind-
ingum Islands og frá alþjóðlegum stofnunum sem Island á aðild að eins og
Mannréttindadómstól Evrópu.
Því minnist ég á þessi atriði og vek athygli á skilningi manna á hlutverki sjálf-
stæðra dómstóla í réttarríkinu að mér er til efs, að jafngóður skilningur rrki á
hlutverki lögmanna og mikilvægi sjálfstæðrar lögmannastéttar í lýðræðisrrki.
227