Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Síða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Síða 42
Lítill skilningur er á því að það sé hlutverk lögmanna að gæta réttar þeirra sem brotið er gegn af sterku ríkisvaldi og öflugum einkaréttaraðilum. Til að geta gegnt þessu hlutverki þurfa lögmenn að njóta sjálfstæðis ekki síður en dóm- stólar. Þetta nauðsynlega sjálfstæði lögmannastéttarinnar, sem er ein af undirstöðum réttamkisins, á nú undir högg að sækja m.a. á Alþingi, þar sem nú er unnið að því að veikja þetta sjálfstæði með afnámi dómsvalds stjórnar Lögmannafélags Islands í tilteknunr málum sem varða lögmenn án þess að það tengist endur- skoðun dómstólaskipunarinnar eða slíku dómsvaldi sé fyrir komið með öðrum hætti. Því er það ósk mín til Hæstaréttar á þessum mikilvæga afmælisdegi, að rétt- urinn fái að njóta óhjákvæmilegs sjálfstæðis og óhlutdrægni í starfi sínu og stuðli jafnframt að sjálfstæðri lögmannastétt í landinu með dómum sínum. Sjálfstæðir dómstólar án sjálfstæðrar lögmannastéttar missa marks og geta ekki gegnt hlutverki því sem þeim er ætlað í réttar- og lýðræðisríki. Það er ekki aðeins ástæða til að rifja upp minningar og líta fram á veginn á slíkum degi. Það er einnig tilefni til að færa vinum sínum gjafir. Brátt mun afmælisbamið færa sig um set yfir Lindargötuna í nýtt dómhús. Þar verða tveir dómsalir. Lögmannafélag íslands hefur í samráði við arkitekta nýja hússins ákveðið að gefa Hæstarétti í tilefni af afmælinu myndverk eftir myndlistar- manninn Svövu Björnsdóttur sem verður komið fyrir í hinunr minni dómsal. Verk þetta verður gert sérstaklega fyrir dómsalinn og mun taka mið af mótun hans eða salurinn taka nrið af myndlistarverkinu. Megi verkið vera tákn unr hug lögmanna til Hæstaréttar. 228

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.