Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Side 43
Á VÍÐ OG DREIF VÍGSLA MANNRÉTTINDABYGGINGARINNAR í STRASBOURG Mannréttindabyggingin í Strasbourg var vígð 29. júní sl. með mikilli viðhöfn. Byggingin hýsir Mannréttindanefnd og Mannréttindadómstól Evrópu. Eigandi byggingarinnar er Evrópuráðið. Byggingarframkvæmdir hófust í desember 1991 og var lokið í desember 1994. Kostnaður við bygginguna nam 455 milljónum franskra franka og var hann innan áætlunar. Það eru aðildarríki Evrópuráðsins sem standa straum af kostnaðinum. Arkitekt byggingarinnar er Sir Richard Rogers. Viðstaddir vígsluna voru dómarar mannréttindadómstólsins, nefndarmenn mannréttindanefndarinnar og ýmsir boðsgestir. Af Islands hálfu sóttu hátíðina Þór Vilhjálmsson dómari við dómstólinn og kona hans Ragnhildur Helgadóttir, Gaukur Jörundsson nefndarmaður og kona hans Ingibjörg Eyþórsdóttir, Hrafn Bragason forseti Hæstaréttar, Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari, Jón G. Tómasson ríkislögmaður, Lára Margrét Ragnarsdóttir þingmaður og einn þing- fulltrúa hjá Evrópuráðinu og Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra. Vígslu- athöfnin hófst að loknum hádegisverði í boði Evrópuráðsins. Auk forseta mannréttindanefndarinnar, Carl Aage Norgaard, og forseta mannréttindadóm- stólsins, Rolv Ryssdal, töluðu þar ýmsir framámenn Evrópuráðsins og Frakk- lands. Aðalræðumaður var hins vegar Vaclav Havel forseti Tékklands. Það vakti athygli hversu ræða hans var vel samin og tilfinningaþrungin. Það lá hon- um á hjarta að á sama tíma og fulltrúar þjóða Evrópu væru saman komnir til að vígja þessa byggingu, sem ætti að vera tákn mannréttinda í álfunni, létu menn viðgangast ófrið, nokkrum kílómetrum austar, sem á allan hátt bryti gegn þeim grundvallarviðhorfum sem spegluðust í Mannréttindasáttmála Evrópu. Daginn fyrir vígsluhátíðina buðu dómarar mannréttindadómstólsins og nefndarmenn mannréttindanefndarinnar forsetum æðstu rétta aðildarríkjanna, svo og öðrum gestum, til skrafs og ráðagerða í aðalsal dómstólsins. A þessum fundi var m.a. rætt um það hvort breyta ætti heimildum mannréttindadómstóls- ins á þann veg að dómstólum aðildarríkjanna yrði heimilað að senda fyrir- spurnir til hans. Þá kom fram að árið 1994 höfðu nefndinni borist tæp 10.000 erindi. Af þeim urðu tæp 3.000 að skráðum kærum. Tæplega 2.400 ákvarðanir 229

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.