Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Page 44

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Page 44
Mannréttindabyggingin í Strasbourg höfðu verið teknar, þar af 1606 ákvarðanir sem teknar voru eftir framlögðum gögnurn kærenda um að hleypa máli ekki til frekari meðferðar (inadmissible) og 183 sams konar ákvarðanir sem teknar voru eftir að skýringa hafði verið leitað hjá aðildarríki. Hins vegar voru teknar 582 ákvarðanir um að taka mál til frekari ákvörðunar hjá nefndinni (admissible). Fram kom að flest þeirra mála sem tekin eru til frekari meðferðar væru að lokum álitin brot og vísað til dóm- stólsins, væru þau ekki sætt undir meðferð máls. Frá 1954-1994 munu 211 mál hafa verið sætt og 502 málum hefur verið vísað til dómstólsins. Nú munu a.m.k. þrjár skráðar kærur vera til meðferðar hjá nefndinni frá íslandi, án þess að ákvörðun hafi verið tekin um framhald þeirra (hvort þær teljist inadmissible eða admissible). Hefur íslenska ríkið skilað athugasemdum sínum í einni þeirra en hinar eru skemmra á veg komnar. Það málið sem lengst er komið varðar að áliti kæranda takmörk tjáningarfrelsis (10. gr. sáttmálans) en þar reynir væntanlega einnig á dómsvald Lögmannafélags íslands í málefnum lögmanna (6. gr. sátt- málans). Annað hinna tveggja fjallar um aldurstakmarkanir á rétti til leigu- bifreiðaaksturs (atvinnuréttindi) og hitt um það hvort ábúandi geti átt rétt til innlausnar á jörð fyrir matsverð í stað skráðs kaupverðs (eignarréttindi). Enginn mál frá Islandi eru fyrir mannréttindadómstólnum. Nauðsynlegt er að allar af- greiðslur kærumála verði vel aðgengilegar. Þær sem ekki leiða til frekari með- ferðar fyrir nefndinni og dómstólnum geta verið lærdómsríkar ekki síður en hinar sem teknar eru til áframhaldandi meðferðar. 230

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.