Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Qupperneq 48

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Qupperneq 48
SKÝRSLA STJÓRNAR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS Á AÐAL- FUNDI 26. OKTÓBER 1994 í stjórn félagsins á því starfsári, sem nú lýkur voru: Gunnlaugur Claessen for- maður, Dögg Pálsdóttir varaformaður, Ingvar J. Rögnvaldsson ritari, Signður Ingvarsdóttir gjaldkeri, Kristín Briem framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga, Helgi Jóhannesson og Markús Sigurbjörnsson meðstjórnendur. Stjómin var kosin á aðalfundi, sem haldinn var í Lögbergi 28. október 1993. Starfsárið var frá 28. október 1993 til 26. október 1994. Starfsemin fór fram með hefðbundn- um hætti og var í meginatriðum þessi: 1. FRÆÐAFUNDIR 1. í framhaldi aðalfundar hinn 28. október 1993 var haldinn fundur með Gunn- laugi Haraldssyni, ritstjóra Lögfræðingatals. Kynnti hann nýtt Lögfræð- ingatal, sem hafði komið úr prentsmiðju þann sama dag. Fundargestir voru 18. 2. Kvöldverðarfundur á aðventu var haldinn 3. desember 1993 í veitingasaln- um Háteigi á Holiday-Inn. Að loknu borðhaldi flutti Ingi R. Helgason, hrl., stjórnarformaður Vátryggingafélags fslands hugleiðingu, sem hann nefndi: „Þú tryggir ekki eftirá“. Fundargestir voru 44. 3. Hinn 3. febrúar 1994 var haldinn fundur í Lögbergi. Fundarefni: „Hvaða breytingar em tímabærar á mannréttindaákvæðum stjómarskrárinnar?“. Framsögumenn voru Ragnar Amalds, alþingismaður og Sigurður Líndal, prófessor. Fundargestir voru 30. 4. Hinn 17. febrúar 1994 var haldinn fundur í Lögbergi. Fundarefni: „Tæknifijóvg- un - lögfræðileg og siðferðileg álitaefni“. Framsögumenn voru Dögg Pálsdóttir, skrifstofustjóri og dr. Vilhjálmur Ámason, dósent. Fundargestir vom 34. 5. Hinn 24. mars 1994 var haldinn fundur í Lögbergi. Fundarefni: „Frumvarp til laga um vátryggingastarfsemi“. Frammælendur vora Sigmar Ármanns- son, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra vátryggingafélaga, Rúnar Guð- mundsson, skrifstofustjóri hjá Tryggingaeftirlitinu og Ólafur B. Thors, fram- kvæmdastjóri Sjóvá-Almennra trygginga hf. Fundarmenn voru 32. 6. Hinn 14. apríl 1994 var haldinn fundur í Lögbergi. Fundarefni: „Ný lög um fjöleignarhús". Frummælendur voru Sigurður H. Guðjónsson, hrl. og Karl Áxelsson, hdl. Fundargestir voru 68. 7. Hinn 25. maí 1994 var haldinn fundur í Komhlöðunni við Lækjarbrekku. Fundarefni: „Dagur í lífi lögmanns“. Gestur félagsins var Jón Steinar Gunn- laugsson, hrl. Fundarmenn voru 36. 8. Hinn 22. september 1994 var haldinn fundur í Lögbergi. Fundarefni: „Húsa- leigulöggjöf á tímamótum“. Framsögumenn vora Sigurður H. Guðjónsson, hrl. (ný lög um húsaleigusamninga) og Elín S. Jónsdóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneyti (lög um húsnæðisbætur). Fundarmenn voru 45. 234

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.