Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 3

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 3
TÍMARIT • • LOGFRÆÐINGA 4. HEFTI 46. ÁRGANGUR DESEMBER 1996 LÍTIÐ EITT UM REFSINGAR Það vakti töluverða athygli að í ræðu sem dómsmálaráðherra hélt við opnun Dómhúss Hæstaréttar tók hann undir kröfur sem komið hafa fram í almennri umræðu um þyngingu refsinga fyrir líkamlegt ofbeldi. Þar mun hann hafa sagt orðrétt: „Aðstæður í nútímaþjóðfélagi kalla á virkari vörn borgaranna gegn hvers konar árásum á einstaklinga þar sem lífi og limum er ógnað. Þó að þungir refsidómar séu ekki allra meina bót í þeim efnum er að minni hyggju ljóst að þyngri refsingar eru nauðsynlegar í baráttunni fyrir því að verja einstaklingana fyrir líkamlegu ofbeldi“. Ennfremur sagði dómsmálaráðherra: „Það er vanda- samt hlutverk og ekki hlaupið að því að gera breytingar því að stöðugleiki og festa í dómsúrlausnum er mikilvægur þáttur í hlutverki Hæstaréttar. En nýr tími og nýjar aðstæður kalla á þróun réttarins og það er von mín að rétturinn taki kalli hins nýja tíma þannig að refsingar á því sviði sem ég hef hér nefnt verði virkari og í samræmi við vitund og vilja fólksins í landinu“. Ummæli ráherra fengu mikla umfjöllun fjölmiðla og lá við sjálft að opnun dómhússins félli þar í skuggann jafn merkur atburður og hún var. Hins vegar hef- ur ráðherra meðal lögfræðinga sætt nokkurri gagnrýni fyrir, einkum að láta um- mælin falla við framangreint tækifæri og jafnframt að þau mætti skilja sem bein eða óbein fyrirmæli til dómara sem ekki væri í verkahring ráðherra að gefa. Það er gömul saga og ný þegar brot af ákveðnu tagi aukast eða fá aukna opin- bera umfjöllun þá koma fram þau viðbrögð fyrst og fremst að refsingar við þess- um brotum beri að þyngja sérstaklega. Þessi viðbrögð koma ekki einungis fram í almennri umræðu heldur ekki síður í þingsölum. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri og má þar minna á að ekki alls fyrir löngu hófst kapphlaup stjómmálaflokka í Bretlandi urn að ná frumkvæði í kröfugerð um þyngingu refsinga, kapphlaup sem enn kann að standa. Það getur varla talist nema eðlilegt að ráðherra dómsmála láti í sér heyra þegar mál af þessu tagi ber á góma með þeim hætti sem hefur verið og 139

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.