Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 4
aðeins í samræmi við eðli stjómmála að grípa tækifærin þegar þau gefast. Þá væri
harla óeðlilegt ef ráðherra heimilaðist ekki að láta persónulega skoðun sína í ljós
án þess að sæta gagnrýni fyrir og mun betra að hann tjái sig en þegi. Það er heldur
engin ástæða til þeirrar gagnrýni að dómsmálaráðherra sé með þessu að gefa
dómumm fyrirmæli, hann veit mætavel að til þess hefur hann enga heimild.
Ekkert þjóðfélag er svo fullkomið að ekki séu þar framin fleiri og færri afbrot.
Þetta er gamalkunnug staðreynd sem öldum saman hefur lagt þá skyldu á herðar
opinberra yfirvalda að stemma stigu við afbrotum. Aðdragandi afbrota og af-
brotaferli er hins vegar oft á tíðum svo flókið að það er borin von að yfirvöld
ein fái þar rönd við reist. Oft er það svo að aðdragandann má rekja að vöggu
afbrotamannsins. Frá þeim stað og til brotastaðarins er langur vegur þar sem
margir hafa komið við sögu og lagt sitt til, gott eða illt eftir atvikum. Refsing
fyrir brot er aðeins kafli í sögunni, punktur aftan við það sem orðið er og verður
ekki breytt. Það verður þó að ætla að refsingar hafí fyrirbyggjandi áhrif að
einhverju marki, en vafasamt er að slagsmálahundurinn hugsi svo mjög til þess
hvort hann kunni að fá 12, 18 eða 24 mánaða refsivist fyrir brot sitt og hvort
hann stilli sig fremur vegna þess að refsivistin kunni að verða 18 mánuðir en
ekki 12.
Ákallinu um þyngri refsingar fylgir jafnan nokkur friðþægingarkeimur, sú
kröfugerð sem í því felst er einföld og auðskilin og eftir það hægt að segja að
einhver viðbrögð hafi verið sýnd og eitthvað hafi þó verið gert í málunum. Málin
eru hins vegar miklu flóknari en svo að þynging refsinga hafi hér nokkur
úrslitaáhrif, vandinn liggur í því sem úrskeiðis fer í daglegu lífi þjóðarinnar,
uppeldi, efnahag, menntun og áfram mætti lengi telja. Það sem miður fer á þess-
um sviðum eykur líkurnar á afbrotum og þar er því að finna bestu möguleikana
á því að koma í veg fyrir þau. Þetta út af fyrir sig er einfalt mál.
Tæpast er vafa undirorpið að líkamlegt ofbeldi hefur aukist á síðustu árum
ekki síst hinum tilefnislausu árásum sem eru hvað uggvænlegastar. Það má
nokkuð hafa til marks að ákærum vegna brota af þessu tagi hefur fjölgað þótt
það sé ekki einhlítur mælikvarði. Margt bendir til þess að nú um stundir séu
menn betur vitandi um þá persónuhelgi sem hver og einn nýtur lögum sam-
kvæmt. Það eru ákveðnar líkur á því að kærum vegna þessara brota hafi fjölgað
frá því sem áður var meira en brotunum sjálfum enda þótt slrkt verði aldrei leitt
í ljós með óyggjandi hætti. Um þetta væri hægt að hafa langt mál sem ekki skal
þó gert. Það má þó minna á að lengi hefur það loðað við okkur Islendinga að
ekkert tiltökumál sé að nota kraftana og takast á. Sú saga er sögð að ekki fyrir
svo ýkja löngu síðan hefði það verið til siðs hjá Þórshafnarbúum og Vopnfirð-
ingum þegar böll voru á öðrum hvorum staðnum að safna liðum til að etja sam-
an og vafalaust að af því hafa hlotist ýmsar skrokkskjóður án þess að til kasta
ákæruvalds og dómstóla kæmi. Þetta var liður í þeirra skemmtun en er eflaust
liðin tíð hjá þeim góðu mönnum.
Það er einu sinni svo að refsingar verða ekki þyngdar í einu vetfangi. Ekki er
hægt að dæma einn í 6 mánaða fangelsi og viku eða mánuði seinna annan í 12
140