Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 8
I. INNGANGUR í desember 1995 kom út skýrsla um starfsemi EFTA-dómstólsins fyrir tíma- bilið 1. janúar 1994 til 30. júní 1995. Þar eru prentaðar í heild úrlausnir í þeim málum sem dómstóllinn hafði til meðferðar á þessu tímabili, ásamt málflutn- ingsskýrslum (report for the hearing).1 í skýrslunni er einnig að finna upplýs- ingar um aðdraganda að stofnun dómstólsins, þann lagaramma sem hann starfar innan og dómara og aðra starfsmenn á nefndu tímabili.2 Meginmarkmið þess- arar greinar er að reifa þá dóma í skýrslunni sem telja má að geti haft þýðingu í framtíðinni fyrir túlkun og beitingu EES-samningsins og þeirrar löggjafar sem af honum leiðir. Fyrst er þó stuttlega lýst lögsögu dómstólsins og málsmeðferð. Þess má geta, að þegar dómstóllinn tók til starfa þann 1. janúar 1994 áttu aðild að honum Austurríki, Finnland, Svíþjóð, ísland og Noregur. Við inngöngu þriggja fyrstnefndu ríkjanna í Evrópusambandið á árinu 1995 hættu þau aðild að stofnuninni. í maí 1995 gerðist Liechtenstein aðili að henni. Þegar þetta er ritað standa því þrjú ríki að EFTA-dómstólnum, ísland, Liechtenstein og Noregur. II. LÖGSAGA OG MÁLSMEÐFERÐ 1. Lögsaga í 2. mgr. 108. gr. Samningsins um evrópska efnahagssvæðið EES-samn- ingsins segir að EFTA-ríkin skuli koma á fót sjálfstæðri eftirlitsstofnun (Eftir- litsstofnun EFTA (ESA)) og dómstóli (EFTA-dómstólinn). Um skipulag og hlutverk þessara stofnana er nánar mælt fyrir í samningi EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls (ESE-samningurinn).3 Ákvæði um dóm- stólinn er að finna í IV. hluta samningsins og bókun 5 við hann. Samkvæmt þessum ákvæðum tekur lögsaga dómstólsins til þessara mála (tilvísanir eru í ESE-samninginn): a) mála sem höfðuð eru af Eftirlitsstofnun EFTA gegn EFTA-ríki vegna framkvæmdar EES-samningsins og ESE-samningsins (31. gr.), 1 Report of the EFTA-Court. 1 January 1994-30 June 1995. (Hér eftir skammstafað REC 1994-95). 2 REC 1994-95, bls. 1-12. 3 Samningur milli EFTA-rtkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls (ESE-samning- urinn), ásamt bókunum við hann, er birtur í íslenskri þýðingu í EES-viðbæti við Stjómartíð- indi EB nr. 55, 31. desember 1994 [94/EES/55/01]. Samningnum varbreytt með bókun, dags. 17. mars 1993, eftir að Svisslendingar höfðu fellt aðild að EES-samningnum. Bókunin er einnig birt í EES-viðbæti við Stjómartíðindi EB nr. 55, 31. desember 1994 [94/EES/55/02]. Eftir að Austurríki, Svíþjóð og Finnland gerðust aðilar að EB voru nauðsynlegar breytingar gerðar á ESE-samningnum, fyrst með bráðabirgðasamkomulagi, undirrituðu í Brussel 28. september 1994, og síðan samkomulagi milli Islands og Noregs, undirrituðu 29. desember 1994. Báðir þessir samningar em prentaðir sem viðaukar við skýrslu dómstólsins, sbr. REC 1994-95, bls. 161-171. Hinn 18. maí 1995 samþykktu ríkin þrjú, fsland, Liechtenstein og Noregur, viðauka sem lýtur að því meðal annars, að ákvæði ESE-samningsins gildi um Liechtenstein. 144

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.