Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 12
sem tekin voru upp í EES-samninginn. Samkvæmt 6. gr. EES-samningsins ber að túlka ákvæði hans í samræmi við úrskurði EB-dómstólsins sem kveðnir voru upp fyrir undirritun samningsins, 2. maí 1992.14 I 2. mgr. 3. gr. ESE- samningsins er síðan mæll fyrir um þá skyldu dómstólsins að líta til þeirra meginreglna sem leiða má af dómaframkvæmd EB-dómstólsins eftir 2. maí 1992. Leiðir þetta einnig af því meginmarkmiði að tryggja einsleitni og samræmda túlkun EES-samningsins og EB-réttarins. Sjónarmið og rök frá öðrum en aðilum málsins geta haft áhrif á úrlausn málsins að því er lýtur að lagaatriðum. I þessu sambandi skiptir það einkum máli, sem fyrr er nefnt, að ríkisstjórnir EFTA-ríkjanna, Eftirlitsstofnun EFTA, EB, þ.m.t. ríkisstjórnir allra EB-ríkja og framkvæmdastjóm EB, eiga kost á að leggja fram greinargerðir eða skriflegar athugasemdir í málum sem rekin eru fyrir dómstólnum og á þetta við í öllum málum sem borin eru undir EFTA- dómstólinn.15 Er þetta mikilvægt úrræði, þar sem það tryggir m.a. að fleiri sjónarmið komi til athugunar við úrlausn málsins en aðilar byggja sérstaklega á. III. REIFANIR DÓMA í þessum hluta greinarinnar eru reifaðir og skýrðir fjórir dómar sem prentaðir eru í fyrmefndri skýrslu EFTA-dómstólsins. Þessir dómar eru: Mál E-l/94 Ravintoloitsijain Kustannus Oy Restamark REC 1994-95, bls. 15 (Restamark); mál E-2/94 Scottish Salmon Growers Association Limited v EFTA Surveillance Autliority REC 1994-95, bls. 59 (Laxamál); Sameinuð mál E-8 og 9/94 Forbrukerombudet v Mattel Scandinavia A/S and Lego Norge A/S REC 1994- 95, bls. 113 (Mattel og Lego) og mál E-l/95 Ulf Samuelson v Svenska Staten REC 1994-95, bls. 145 (Samuelson). Aðrar úrlausnir frá því tímabili sem skýrslan tekur til gefa ekki tilefni til sérstakrar umfjöllunar umfram það sem fram kemur í kaflanum um málsmeðferð hér að framan. Þá eru reifuð tvö ráðgefandi álit frá 25. september 1996, í máli E-2/95 Eilert Eidesund v Stavanger Catering A/S (Eidesund) og í máli E-3/95 Torgeir Langeland v Norske Fabricom A/S (Langeland). Þessi álit munu birtast í næstu skýrslu EFTA-dómstólsins. Vakin er athygli á að aftan við hvern dóm í skýrslu dómstólsins er prentuð svonefnd málflutningsskýrsla (report for the hearing). I málflutningsskýrslunni er að finna ítarlegri lýsingu á málavöxtum og sjónarmiðum aðila en í dóminum sjálfum. 14 Sjá umfjöllun um það hvernig líta beri á dómaframkvæmd EB-dómstólsins út frá kenningum um réttarheimildir EES-réttarins, Davíð Þór Björgvinsson: „Tengsl EES-réttar og landsréttar”, Úlfljótur 2. tbl. 1995, bls. 125-166, bls. 140-141. 15 Mælt er fyrir um sambærilegt úrræði við 20. gr. bókunar 5 við ESE-samninginn í 20. gr. stofnsamþykktar EB-dómstólsins. Það ákvæði tekur þó aðeins til forúrskurðarmála og er að því leyti frábrugðið ákvæði 20. gr. stofnsamþykktar EFTA-dómstólsins. 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.