Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 12
sem tekin voru upp í EES-samninginn. Samkvæmt 6. gr. EES-samningsins ber að túlka ákvæði hans í samræmi við úrskurði EB-dómstólsins sem kveðnir voru upp fyrir undirritun samningsins, 2. maí 1992.14 I 2. mgr. 3. gr. ESE- samningsins er síðan mæll fyrir um þá skyldu dómstólsins að líta til þeirra meginreglna sem leiða má af dómaframkvæmd EB-dómstólsins eftir 2. maí 1992. Leiðir þetta einnig af því meginmarkmiði að tryggja einsleitni og samræmda túlkun EES-samningsins og EB-réttarins. Sjónarmið og rök frá öðrum en aðilum málsins geta haft áhrif á úrlausn málsins að því er lýtur að lagaatriðum. I þessu sambandi skiptir það einkum máli, sem fyrr er nefnt, að ríkisstjórnir EFTA-ríkjanna, Eftirlitsstofnun EFTA, EB, þ.m.t. ríkisstjórnir allra EB-ríkja og framkvæmdastjóm EB, eiga kost á að leggja fram greinargerðir eða skriflegar athugasemdir í málum sem rekin eru fyrir dómstólnum og á þetta við í öllum málum sem borin eru undir EFTA- dómstólinn.15 Er þetta mikilvægt úrræði, þar sem það tryggir m.a. að fleiri sjónarmið komi til athugunar við úrlausn málsins en aðilar byggja sérstaklega á. III. REIFANIR DÓMA í þessum hluta greinarinnar eru reifaðir og skýrðir fjórir dómar sem prentaðir eru í fyrmefndri skýrslu EFTA-dómstólsins. Þessir dómar eru: Mál E-l/94 Ravintoloitsijain Kustannus Oy Restamark REC 1994-95, bls. 15 (Restamark); mál E-2/94 Scottish Salmon Growers Association Limited v EFTA Surveillance Autliority REC 1994-95, bls. 59 (Laxamál); Sameinuð mál E-8 og 9/94 Forbrukerombudet v Mattel Scandinavia A/S and Lego Norge A/S REC 1994- 95, bls. 113 (Mattel og Lego) og mál E-l/95 Ulf Samuelson v Svenska Staten REC 1994-95, bls. 145 (Samuelson). Aðrar úrlausnir frá því tímabili sem skýrslan tekur til gefa ekki tilefni til sérstakrar umfjöllunar umfram það sem fram kemur í kaflanum um málsmeðferð hér að framan. Þá eru reifuð tvö ráðgefandi álit frá 25. september 1996, í máli E-2/95 Eilert Eidesund v Stavanger Catering A/S (Eidesund) og í máli E-3/95 Torgeir Langeland v Norske Fabricom A/S (Langeland). Þessi álit munu birtast í næstu skýrslu EFTA-dómstólsins. Vakin er athygli á að aftan við hvern dóm í skýrslu dómstólsins er prentuð svonefnd málflutningsskýrsla (report for the hearing). I málflutningsskýrslunni er að finna ítarlegri lýsingu á málavöxtum og sjónarmiðum aðila en í dóminum sjálfum. 14 Sjá umfjöllun um það hvernig líta beri á dómaframkvæmd EB-dómstólsins út frá kenningum um réttarheimildir EES-réttarins, Davíð Þór Björgvinsson: „Tengsl EES-réttar og landsréttar”, Úlfljótur 2. tbl. 1995, bls. 125-166, bls. 140-141. 15 Mælt er fyrir um sambærilegt úrræði við 20. gr. bókunar 5 við ESE-samninginn í 20. gr. stofnsamþykktar EB-dómstólsins. Það ákvæði tekur þó aðeins til forúrskurðarmála og er að því leyti frábrugðið ákvæði 20. gr. stofnsamþykktar EFTA-dómstólsins. 148
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.