Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 19
1.4 Athugasemdir
Sem fyrr segir er þessi dómur athyglisverður um margt. í fyrsta lagi sýnir hann
að EFTA-dómstóllinn skýrir hugtökin „dómstóll” og „réttur” afar rúmt. Þetta er
réttlætt m.a. með því að það sé í samræmi við tilgang þess úrræðis sem ráðgefandi
álit sé. I öðru lagi eru í dóminum sett fram athyglisverð sjónarmið um túlkun
ákvæða EES-samningins. Dómurinn varpar bæði ljósi á þýðingu úrlausna EB-
dómstólsins í því sambandi, en einnig vitnar hann um þau almennu sjónarmið
sem ætla má að dómstóllinn muni í framtíðinni leggja til grundvallar skýringum
á ákvæðum samningsins og þeirrar lögjafar sem af honum leiðir. í þriðja lagi sýna
skýringar á 11., 13. og 16. gr. EES-samningsins að EFTA-dómstóllinn er mjög
trúr fordæmum EB-dómstólsins sem lúta að sambærilegum ákvæðum Rs. í fjórða
lagi kemur dómurinn inn á mjög mikilvæg atriði sem varða álitaefnið um bein
réttaráhrif og forgangsáhrif EES-réttar í EFTA-ríkjunum.
Sá hluti dómsins sem fjallar um bein réttaráhrif og forgangsáhrif EES-réttar
hefur orðið tilefni til nokkurs misskilnings.24 Það er því ástæða til að gera
stuttlega grein fyrir því atriði. í EB-rétti er talað um að ákvæði geti haft bein
laga- og réttaráhrif.25 Þetta merkir að reglur geta fengið stöðu sem hver önnur
lög í aðildarríki EB án milligöngu innlendra löggjafarstofnana. Þá geta einstak-
lingar og lögaðilar reist á þeim réttindi og bakað sér skyldur. Þá er reglan um
forgangsáhrif EB-réttar mikilvæg meginregla í EB-rétti. Samkvæmt henni
ganga ákvæði sem hafa bein laga- og réttaráhrif framar öðrum ákvæðum lands-
réttar sem kunna að rekast á þau. Fyrir beinum laga- og réttaráhrifum í EB-rétti
er m.a. sett það skilyrði að ákvæði sé nægjanlega skýrt og óskilyrt. Til að stuðla
að einsleitni á hinu Evrópska efnahagssvæði var talið að tryggja yrði þessum
reglum sömu stöðu og þau hafa innan EB-ríkjanna. Þetta er í grófum dráttum
gert í tveimur ákvæðum EES-samningsins. I fyrsta lagi með 7. gr. þar sem gert
er ráð fyrir að EFTA-ríki lögleiði reglurnar hjá sér eftir réttum stjórnskipulegum
leiðum. I annan stað er þetta gert með bókun 35 við samninginn þar sem gert er
ráð fyrir að einstök EFTA-ríki tryggi það með lögum, að EES-reglur hafi for-
gang fram yfir önnur ákvæði landsréttar sem eru andstæð þeim.26 í Finnlandi
var bókun 35 fullnægt þannig að sett var í lög sérstakt ákvæði sem mælti fyrir
um að þau ákvæði EES-réttar sem væru nægilega skýr og óskilyrt til að hafa
bein réttaráhrif (í skilningi EB-réttar) gengju framar öðrum ákvæðum finnsks
24 Sjá t.d. Vincent Kronenberger: The “Restamark” judgment of the E.F.T.A. Court: The
end of Alko’s exclusive rights to import”. Lakimiesuutiset 6/95 p. 22-23. Þar er dómurinn
túlk-aður svo að EFTA-dómstóllinn hafi með dóminum kveðið á um að grundvallarreglur EB-
rétt-arins um bein réttaráhrif og forgangsáhrif skyldu vera hluti EES-réttar.
25 Sjá nánar um þessi hugtök í íslenskum ritum: Stefán Már Stefánsson: Evrópuréttur,
Reykjavík 1991, bls. 33-38; Davíð Þór Björgvinsson: „Tengsl EES-réttar og landsréttar”.
Úlfljótur 2. tbl. 1995, bls. 125-166, einkum bls. 131-134.
26 Sjá nánar Davíð Þór Björgvinsson: „Tengsl EES-réttar og landsréttar” Úlfljótur 2. tbl.
1995, bls. 125-166, einkum bls. 144-156. Þar er m.a. vikið sérstaklega að Restamark málinu.
155