Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 19
1.4 Athugasemdir Sem fyrr segir er þessi dómur athyglisverður um margt. í fyrsta lagi sýnir hann að EFTA-dómstóllinn skýrir hugtökin „dómstóll” og „réttur” afar rúmt. Þetta er réttlætt m.a. með því að það sé í samræmi við tilgang þess úrræðis sem ráðgefandi álit sé. I öðru lagi eru í dóminum sett fram athyglisverð sjónarmið um túlkun ákvæða EES-samningins. Dómurinn varpar bæði ljósi á þýðingu úrlausna EB- dómstólsins í því sambandi, en einnig vitnar hann um þau almennu sjónarmið sem ætla má að dómstóllinn muni í framtíðinni leggja til grundvallar skýringum á ákvæðum samningsins og þeirrar lögjafar sem af honum leiðir. í þriðja lagi sýna skýringar á 11., 13. og 16. gr. EES-samningsins að EFTA-dómstóllinn er mjög trúr fordæmum EB-dómstólsins sem lúta að sambærilegum ákvæðum Rs. í fjórða lagi kemur dómurinn inn á mjög mikilvæg atriði sem varða álitaefnið um bein réttaráhrif og forgangsáhrif EES-réttar í EFTA-ríkjunum. Sá hluti dómsins sem fjallar um bein réttaráhrif og forgangsáhrif EES-réttar hefur orðið tilefni til nokkurs misskilnings.24 Það er því ástæða til að gera stuttlega grein fyrir því atriði. í EB-rétti er talað um að ákvæði geti haft bein laga- og réttaráhrif.25 Þetta merkir að reglur geta fengið stöðu sem hver önnur lög í aðildarríki EB án milligöngu innlendra löggjafarstofnana. Þá geta einstak- lingar og lögaðilar reist á þeim réttindi og bakað sér skyldur. Þá er reglan um forgangsáhrif EB-réttar mikilvæg meginregla í EB-rétti. Samkvæmt henni ganga ákvæði sem hafa bein laga- og réttaráhrif framar öðrum ákvæðum lands- réttar sem kunna að rekast á þau. Fyrir beinum laga- og réttaráhrifum í EB-rétti er m.a. sett það skilyrði að ákvæði sé nægjanlega skýrt og óskilyrt. Til að stuðla að einsleitni á hinu Evrópska efnahagssvæði var talið að tryggja yrði þessum reglum sömu stöðu og þau hafa innan EB-ríkjanna. Þetta er í grófum dráttum gert í tveimur ákvæðum EES-samningsins. I fyrsta lagi með 7. gr. þar sem gert er ráð fyrir að EFTA-ríki lögleiði reglurnar hjá sér eftir réttum stjórnskipulegum leiðum. I annan stað er þetta gert með bókun 35 við samninginn þar sem gert er ráð fyrir að einstök EFTA-ríki tryggi það með lögum, að EES-reglur hafi for- gang fram yfir önnur ákvæði landsréttar sem eru andstæð þeim.26 í Finnlandi var bókun 35 fullnægt þannig að sett var í lög sérstakt ákvæði sem mælti fyrir um að þau ákvæði EES-réttar sem væru nægilega skýr og óskilyrt til að hafa bein réttaráhrif (í skilningi EB-réttar) gengju framar öðrum ákvæðum finnsks 24 Sjá t.d. Vincent Kronenberger: The “Restamark” judgment of the E.F.T.A. Court: The end of Alko’s exclusive rights to import”. Lakimiesuutiset 6/95 p. 22-23. Þar er dómurinn túlk-aður svo að EFTA-dómstóllinn hafi með dóminum kveðið á um að grundvallarreglur EB- rétt-arins um bein réttaráhrif og forgangsáhrif skyldu vera hluti EES-réttar. 25 Sjá nánar um þessi hugtök í íslenskum ritum: Stefán Már Stefánsson: Evrópuréttur, Reykjavík 1991, bls. 33-38; Davíð Þór Björgvinsson: „Tengsl EES-réttar og landsréttar”. Úlfljótur 2. tbl. 1995, bls. 125-166, einkum bls. 131-134. 26 Sjá nánar Davíð Þór Björgvinsson: „Tengsl EES-réttar og landsréttar” Úlfljótur 2. tbl. 1995, bls. 125-166, einkum bls. 144-156. Þar er m.a. vikið sérstaklega að Restamark málinu. 155
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.