Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 20
landsréttar.-7 í Finnlandi hafði 16. gr. EES-samningins verið lögleidd rétt eins
og önnur ákvæði samningins. Hún hafði því sömu stöðu og hver önnur lög þar
í landi. Ákvæðið var hins vegar talið andstætt öðrum ákvæðum finnskra laga
sem gerðu ráð fyrir einkaleyfi á innflutningi áfengis. Þess vegna þurfti
áfrýjunarnefndin að vita hvort 16. gr. væri nægilega skýr og óskilyrt. Það var
grundvöllur þess að hún gæti metið hvort 16. gr. ætti samkvæmt finnskum
lögunr að hafa forgang fram yfir aðrar reglur. í dómi EFTA-dómstólsins var
talið að í bókun 35 við EES-samninginn fælist krafa um að EFTA-ríki tryggðu
þeim reglum forgang sem væru nægilega skýrar og óskilyrtar. Dómstóllinn er
því í raun að skýra ákvæði bókunarinnar og hvort bókunin taki til 16. gr. Er svo
talið. í því efni er höfð hliðsjón af dómum EB-dómstólsins.28
2. Dómur 21. mars 1995 (Mál E-2/94) (Laxamál)
2.1 Inngangur
Þann 28. apríl 1994 höfðuðu Samtök skoskra laxeldisstöðva (Scottish Salmon
Growers Association Limited (SSGA)) mál fyrir EFTA-dómstólnum og kröfð-
ust ógildingar á tiltekinni ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Hér reyndi
í fyrsta sinn á lögsögu EFTA-dómstólsins til að endurskoða ákvarðanir ESA,
svo sem mælt er fyrir um í 108. gr. EES-samningsins. Nánar tiltekið reyndi hér
á skýringu 36. gr. ESE-samningsins, sem fjallar um málsmeðferð sambærilega
þeirri sem 173. gr. Rs. lýsir, til ógildingar á ákvörðunum framkvæmdastjórnar
EB eða EB-ráðsins.
2.2 Atvik málsins og kröfur aðila
Samtökin SSGA kvörtuðu til ESA yfir meintum ríkisstyrkjum Noregs til
laxeldis þar í landi. Af hálfu ESA var umleitun samtakanna svarað með bréfi
dagsettu 24. mars 1994. Sagði þar að kvörtun samtakanna hefði borist stofnun-
inni, en þar sem hún væri, samkvæmt ákvæðum EES-samningsins ekki bær til
að tjalla um ríkisstyrki í sjávarútvegi (fisheries) hygðist stofnunin ekki aðhafast
frekar í málinu og ljúka meðferð þess.
Samtökin báru synjun ESA á meðferð málsins undir EFTA-dómstólinn og
kröfðust þess að sú ákvörðun sem fælist í framangreindu bréfi yrði ógilt. Byggðu
samtökin á því að eftirlitsstofnunin væri ekki aðeins bær til að fjalla um
ríkisstyrki í sjávarútvegi heldur væri hún jafnframt eina stofnunin sem væri bær
til að fjalla um kvörtun þeirra. Synjun ESA jafngilti því synjun um réttláta máls-
meðferð. Þá væru formgallar á ákvörðuninni sem leiða ættu til ógildingar hennar,
en ákvörðunin væri órökstudd, eða rökstuðningi a.m.k. verulega ábótavant.
ESA krafðist þess aðallega að málinu yrði vísað frá. Var sú krafa byggð á
eftirfarandi sjónarmiðum. í fyrsta lagi að ekki hefði verið um að ræða formlega
27 Lög 1504 11. desember 1992, sbr. lög 1505/1992, sjá Davíð Þór Björgvinsson: „Tengsl
EES-réttar og landsréttar”, bls. 149.
28 Dómurinn er einnig reifaður í Common Markert Law Reports, 72(4) 1995, bls. 161-184.
156