Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 23
Var ákvörðunin þess eðlis að hún sætti endurskoðun EFTA-dómstólsins? í dóminum er heldur ekki fallist á það með ESA að ekki hafi verið um ákvörðun að ræða sem sætt gæti endurskoðun dómstólsins. Telur dómurinn að í úrlausn ESA hafi falist túlkun á umfangi EES-samningsins, nánar til tekið á ákvæðum samningsins um ríkisstyrki til sjávarútvegs.32 Þá úrlausn megi bera undir EFTA-dómstólinn samkvæmt ákvæðum 36. gr. ESE-samningsins, enda sé lögsaga dómstólsins til endurskoðunar á ákvörðunum ESA að öðrum kosti takmörkuð. Akvörðun um að synja meðferð máls megi því bera undir dóm- stólinn með sama hætti og þegar efnisleg afstaða sé tekin í tilteknu máli. Áttu samtökin SSGA nægilega beinna hagsmuna að gæta til að geta verið aðili máls fyrir EFTA-dómstólnum? ESA taldi að samtökin SSGA gætu ekki verið aðili að ógildingarmáli fyrir dómstólnum, enda hefði þeirri úrlausn stofnunarinnar að ljúka málinu ekki verið beint til neins ákveðins viðtakanda eða tilkynnt með formlegum hætti. I dóminum er aftur á móti bent á að samkvæmt 2. mgr. 36. gr. ESE- samningsins geti hver sá lögaðili eða persóna verið aðili að ógildingarmáli sem er annað hvort viðtakandi ákvörðunar eða hefur beinna og sérstaklegra hags- muna að gæta. Þar sem samtökin komu fram fyrir hönd mikils meirihluta skoskra laxabænda, unnu að markaðssetningu söluvara þeirra og komu m.a. fram fyrir þeirra hönd í viðskiptum við yfirvöld heima fyrir og við fram- kvæmdastjórn EB taldi EFTA-dómstóllinn að málið snerti beint og sérstaklega hagsmuni þeirra sem samtökin komu fram fyrir. Var því talið að kröfu samtak- anna um ógildingu ákvörðunar eftirlitsstofnunarinnar yrði ekki vísað frá dómi og þyrfti í því sambandi ekki að skera úr því sérstaklega hvort tilkynningu eftirlitsstofnunarinnar hefði verið beint til samtakanna með formlegum hætti. b. Rökstuðningur ákvörðunar Þar sem málið var talið tækt til efnismeðferðar kom það til kasta dómstólsins að meta hvort ákvæðum 16. gr. ESE-samningsins, um rökstuðning ákvarðana eftirlitsstofnunarinnar, hefði verið fullnægt. í dóminum er rakinn tilgangur ákvæða um rökstuðning. Einkum er bent á að nauðsynlegt sé að þeim sem ákvörðun beinist að, eða hefur annars hagsmuna að gæta, megi vera ljóst hvers vegna ákvörðunin var tekin, hvaða túlkun á EES-samningnum liggi ákvörðun- inni til grundvallar og hvort ástæða sé til að krefjast endurskoðunar ákvörðun- arinnar. Jafnframt er tekið fram að nauðsynlegt sé að þessi atriði komi fram til 32 Einkum bókun 9, sem fjallar um viðskipti með fisk og aðrar sjávarafurðir. Þar er m.a. að finna ákvæði um afnám ríkisaðstoðar til sjávarútvegs sem raskar samkeppni. í 24. gr. ESE- samningsins, sem fjallar um skyldur ESA í sambandi við ríkisstyrki, er ekki vísað til bókunar 9 við samninginn. ESA hélt því fram að með þessu væru þau mál er lúta að ríkisstyrkjum á þessu sviði tekin undan valdsviði stofnunarinnar. Sjá nánar um rök ESA að þessu leyti í III. 2.5 hér á eftir. 159
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.