Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 25
Þau efnislegu sjónarmið sem lúta að umfangi EES-samningsins, sérstaklega að því er varðar beitingu reglna hans um fiskveiðar og sjávarútveg, komu ekki til sérstakrar úrlausnar EFTA-dómstólsins í máli þessu. Þó að rökum um að ESA væri ekki valdbær til að fjalla um málið hafí mjög verið haldið fram fyrir dómstólnum af ESA, ríkisstjórn Noregs og framkvæmdastjóm EB, laut úrlausn dómstólsins aðeins að því að ákvörðun ESA hefði ekki verið nægilega rökstudd og var ákvörðunin felld úr gildi vegna þessa formgalla. Þar með var ekki leyst úr því álitaefni hvort ESA væri til þess bær að fjalla um ríkisstyrki í sjávarútvegi. Frá sjónarhóli Islendinga, og raunar einnig Norðmanna, er hér um afar mikilvægt atriði að ræða. Er því rétt að rekja stuttlega þau sjónarmið sem haldið var fram af hálfu ESA, Noregs, SSGA og framkvæmdastjómar EB um valdbæmi ESA í þessum málaflokki. ESA benti á að ákvæði bókunar 9, um viðskipti með fisk og aðrar sjávarafurð- ir, væm sérákvæði sem gengju framar ákvæði 61. gr. samningsins um ríkisstyrki almennt. Með sama hætti gengju sérákvæði 24. gr. ESE-samningsins um eftir- litshlutverk ESA varðandi ákvæði samningsins um ríkisaðstoð framar almenn- um ákvæðum um eftirlitshlutverk ESA í 5. og 22. gr. ESE-samningsins og viðauka 3 við þann samning. í 24. gr. ESE-samningsins er hlutverk ESA í málum sem lúta að ríkisaðstoð rakið og er þar ekki vísað til bókunar 9 við samninginn. Þá er í bókun 26 við samninginn kveðið á um valdsvið og störf ESA á sviði ríkisaðstoðar og er bókun 9 ekki nefnd. Hélt ESA því fram að mál sem lúta að ríkisstyrkjum í sjávarútvegi væru ekki innan valdsviðs stofnunarinnar. Orðalag bókunar 9, sem og sameiginleg yfirlýsing aðildarríkjanna um samþykkta túlkun á 1. og 2. mgr. 4. gr. bókunar 9, leiddu og til þessarar niðurstöðu.35 Ríkisstjóm Noregs benti á að fiskafurðir féllu ekki undir EES-samninginn og því ættu ákvæði 61.-64. gr. og 109. gr. samningsins ekki við. Það væri á ábyrgð aðildarríkjanna að meta ríkisaðstoð á þessu sviði, eins og ljóst væri af sam- eiginlegri yfirlýsingu þeirra um túlkun á bókun 9. Það væru því aðildarríkin og sameiginlega EES-nefndin sem væru valdbær til að fjalla um mál sem þessi en ekki ESA. SSGA hélt því fram, að ESA væri eina stofnunin sem samkvæmt EES- samningnum og ESE-samningnum gæti fjallað um kvörtun samtakanna og að með tilliti til tilgangs EES-samningsins að tryggja öllum sömu samkeppnis- skilyrði, einnig varðandi sjávarútveg, hlyti stofnunin að vera valdbær til að 35 Sjá „Sameiginleg yfirlýsing um samþykkta túlkun á 1. og 2. mgr. 4. gr. bókunar 9 um viðskipti með fisk og aðrar sjávarafurðir”. Yfirlýsingin er prentuð í ritinu: Samningur um evrópska efnahagssvæðið (EES) I. hluti af V. Meginmál EES samningsins og lokagerð. Reykjavík, maí 1992, bls. 86. I 1. mgr. yfirlýsingarinnar segir: „Enda þótt EFTA-ríkin taki ekki upp réttarreglur bandalagsins varðandi sjávarútvegsstefnuna er litið svo á, þar sem vísað er til veittrar aðstoðar af ríkisfjármunum, að samningsaðilar meti röskun á samkeppni með hliðsjón af 92. og 93. gr. EBE-sáttmálans og í tengslum við viðeigandi ákvæði í réttarreglum bandalagsins um sjávarútvegsstefnuna og efni sameiginlegu yfírlýsingarinnar um c-lið 3. mgr. 61. gr. EES-samningsins”. 161
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.