Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 26
rannsaka kvartanir um ríkisstyrki í sjávarútvegi. SSGA vísaði til hinnar sam- eiginlegu yfirlýsingar aðildarríkjanna um túlkun á 1. og 2. mgr. 4. gr. bókunar 9 og hélt því fram að enda þótt draga mætti þá ályktun af þessari yfirlýsingu að aðeins samningsrikin gætu rannsakað kvartanir um rfkisstyrki í sjávarútvegi hlytu samningsríkin þó að takast slíkt á hendur í gegnum EES-stofnanimar, enda væru hvergi fyrirmæli um meðferð slíkra mála utan EES-samningsins. Þá vísaði SSGA til þess að það myndi leiða til ójafnvægis milli stofnana EES annars vegar og stofnana EB hins vegar ef mál varðandi ríkisstyrki í sjávar- útvegi gætu ekki komið til kasta ESA. Framkvæmdastjóm EB tók undir þau sjónarmið ESA að stofnunin væri ekki valdbær til að meta hvort Noregur hefði brotið gegn 61. gr. EES-samningsins þar sem framleiðsluvörur þær sem málið snerist um féllu undir ákvæði bókunar 9 við samninginn, um viðskipti með fisk og aðrar sjávarafurðir. Féllst fram- kvæmdastjórnin á það með ESA að bókun 9 geymdi sérákvæði, sbr. vísun 20. gr. EES-samningsins til bókunar 9, og félli því utan 61.-64. gr. samningsins um ríkisstyrki almennt. Vísaði framkvæmdastjórnin til þess að EFTA-ríkin hefðu ekki innleitt réttarreglur bandalagsins (acquis communautaire) að því er varðar sjávarútvegsstefnu, enda þótt þau hefðu fallist á það í sameiginlegri yfirlýsingu sinni að virða reglur bandalagsins um ríkisstyrki, einnig að því er lýtur að sjávarútvegi. Hvorki EES-samningurinn né ESE-samningurinn mælti fyrir um eftirlitshlutverk ESA á þessu sviði. Að því er lýtur að þeirri röksemd samtakanna SSGA að ESA væri eina stofnunin sem væri valdbær til meðferðar málsins, benti framkvæmdastjórn EB á að sú málsmeðferð sem EES-samningurinn gerði ráð fyrir hér væri að bera ágreining undir sameiginlegu EES-nefndina samkvæmt 111. gr. samningsins, um lausn deilumála og í framhaldi af því væri hægt að grípa til öryggisákvæða samningsins ef ekki fengist viðunandi lausn deilunnar. Aðili sem teldi rétt á sér brotinn gæti beint kvörtun um meinta rikisstyrki til framkvæmdastjómar EB, sem gæti borið málið upp í sameiginlegu EES-nefndinni. Þá benti fram- kvæmdastjórnin á að réttargerðir EB um sjávarafurðir giltu ekki á samnings- svæði EES-samningsins og því tæki bann við ráðstöfunum gegn undirboðum, jöfnunartollum og aðgerðum gegn ólöglegum viðskiptaháttum skv. 26. gr. EES- samningsins ekki til fiskafurða, sbr. bókun 13 við samninginn. Þessi úrræði væru því enn tæk innan efnahagssvæðisins. Ef framkvæmdastjómin hefðist ekki handa við rannsókn á meintum styrkjum eða niðurgreiðslum, gæti aðili sem hefði hagsmuna að gæta borið þá synjun framkvæmdastjómarinnar undir EB-dómstólinn. Mál þetta hefur ekki komið til kasta EFTA-dómstólsins á nýjan leik. Aftur á móti hefur ágreiningur um offramboð á norskum laxi innan Evrópska efna- hagssvæðisins nýlega verið til umfjöllunar innan Evrópusambandsins og hefur sambandið lýst yfir að það hugleiði ráðstafanir gegn undirboðum norskra útflytjenda. Hefur Evrópusambandið m.a. ákveðið lágmarksverð fyrir lax innan sambandsins, með vísan til 112. gr. EES-samningsins. Fulltrúar EFTA-rikjanna 162
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.