Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 29
heimild EFTA-ríkjanna til að trufla útsendingar þar sem áfengir drykkir eru
au^lýstir.
I dómi EFTA-dómstólsins er vísað til fordæmis EB-dómstólsins frá 9. febrúar
1995, í málinu Leclerc-Siplec,37 um það að megintilgangur sjónvarpstilskip-
unarinnar sé að tryggja frelsi til sjónvarpsútsendinga. í því skyni setji tilskip-
unin ákveðnar lágmarkskröfur sem eigi við um útsendingar innan EB og nú
innan Evrópska efnahagssvæðisins eftir að tilskipunin hefur verið tekin inn í
EES-samninginn.
Þá er tekið fram í dóminum að í tilskipuninni sé byggt á þeirri meginreglu að
sjónvarpsstöð skuli hlíta reglum þess lands sem hún er staðsett í, þótt útsendingar
hennar nái einnig til annarra landa (sendiríkisreglan). Sendiríkið sjálft geti,
samkvæmt 3. gr. tilskipunarinnar, sett nákvæmari og strangari kröfur í eigin lög-
gjöf en þær lágmarkskröfur sem tilskipunin mælir fyrir um, á þeim sviðum sem
hún tekur til. A hinn bóginn sé tilskipunin reist á því sjónarmiði að önnur ríki geti
ekki sett skorður við viðtöku dagskrár sem fullnægi þeim lágmarkskröfum sem
kveðið er á um í tilskipuninni, sem og reglum sendiríkisins. Frá þessu sé undan-
tekning í 2. mgr. 2. gr. tilskipunarinnar, ef um tilvik er að ræða sem fellur undir
22. gr. tilskipunarinnar, þ.e. að útsent efni sé talið til þess fallið að skaða alvarlega
andlegan og siðferðilegan þroska barna og unglinga, eða hvetji til illvilja eða
haturs vegna kynþáttar, kynferðis, trúarbagða eða þjóðernis.
d. Samræming ákvæða um sjónvarpsútsendingar
EFTA-dómstóllinn rekur í dómi sínum sum þeirra ákvæða tilskipunarinnar
sem lúta að lágmarkskröfum um útsendingar, m.a. útsendingar á auglýsingum.
Meðal þessara ákvæða í 4. kafla tilskipunarinnar er ákvæði þess efnis að
auglýsingar í sjónvarpi megi ekki vera til þess fallnar að skaða andlegan og
siðferðislegan þroska barna og unglinga. í því skyni að koma í veg fyrir þetta
eru í 16. gr. tilskipunarinnar sett ákveðin skilyrði um sjónvarpsauglýsingar, s.s.
að auglýsendur megi ekki notfæra sér trúgirni bama og reynsluleysi til að hvetja
þau til að kaupa vömr eða þjónustu; að ekki skuli hvetja böm til að sannfæra
foreldra eða forráðamenn um gæði vöru; að auglýsendur skuli ekki notfæra sér
það traust sem börn bera til foreldra, kennara eða annarra sér eldri og loks að
ekki skuli í auglýsingum með óréttmætum hætti sýna börn og unglinga í bráðri
hættu. Samkvæmt 21. gr. tilskipunarinnar er það á ábyrgð hvers ríkis sem aðild
á að EB og nú EES-samningnum að fylgjast með því að reglna þessara sé gætt
á yfirráðasvæði ríkisins. í dóminum er tekið fram að upplýst sé í málinu að í
Bretlandi hafi verið settar strangari reglur um auglýsingar fyrir börn en þær
kröfur sem felast í lágmarksreglum tilskipunarinnar mæla fyrir um. Er því talið
að norsk stjómvöld séu bundin af ákvæði 2. mgr. 2 gr. tilskipunarinnar og geti
ekki takmarkað útsendingar frá Bretlandi nema í þeim sérstöku tilvikum sem
mælt er fyrir um í 22. gr. tilskipunarinnar og lýst er hér að framan.
37 Mál nr. 412/93 Société d’Importation Edouard Leclerc-Siplec v TFl Publicité SA and MS
Publicité SA. [1995] ECR 1-179.
165