Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 34
4.2 Atvik málsins Atvik málsins voru þau, að sóknaraðili málsins fyrir sænska dómstólnum, sem sendi beiðni um ráðgefandi álit, var starfsmaður fyrirtækis sem varð gjald- þrota í febrúar 1993. Starfsmaðurinn fékk þá greiðslu úr ábyrgðarsjóði launa. Hann hélt sama starfi áfram eftir það hjá nýju fyrirtæki sem hafði tekið yfir starfsemi hins fyrra. Það fyrirtæki varð gjaldþrota í ágúst 1994. Starfsmaðurinn krafðist aftur greiðslu úr ábyrgðarsjóði launa, en var synjað á grundvelli ákvæðis í sænskum lögum sem bannar greiðslu að nýju vegna gjaldþrots sömu starfsemi innan tveggja ára, nema viðkomandi starfsmaður hafi verið ráðinn í síðara starfið fyrir atbeina opinberrar ráðningarskrifstofu.43 Hann höfðaði þá dómsmál gegn sænska ríkinu og krafðist greiðslu úr ábyrgðarsjóðnum. Sænski dómstóllinn óskaði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilteknum ákvæðum nefndrar tilskipunar, en í þessum ákvæðum er mælt fyrir um undanþágur frá þeirri meginreglu að launþegi eigi rétt á greiðslu úr ábyrgðarsjóði launa við gjaldþrot vinnuveitanda. Slíka undanþágu má samkvæmt ákvæðinu réttlæta á grundvelli þess að verið sé að koma í veg fyrir misnotkun ábyrgðarkerfisins. Þá var í beiðni sænska dómstólsins spurt um túlkun á a-lið 10. gr. tilskipunar ráðsins 80/987/EBE og hvort ákvæði í sænsku lögunum fæli í sér rrkari undanþágur en tilskipunin heimilar. 4.3 Dómur EFTA-dómstólsins a. Mál tækt til efnismeðferðar EFTA-dómstóllinn tók fyrst til athugunar þá málsástæðu sænska ríkisins að dómstóllinn ætti ekki að svara spurningum sænska dómstólsins. Rökin voru þau að ákvæði sænsku laganna væri skýrt og óskilyrt og gæfi ekki svigrúm til túlkunar. Þótt niðurstaða EFTA-dómstólsins yrði sú að tilgreint ákvæði til- skipunarinnar rúmaði ekki undanþágu af því tagi sem sænsku lögin gerðu ráð fyrir, gæti sænski dómstóllinn ekki notað þá niðurstöðu til að víkja ótvíræðu ákvæði sænsku laganna til hliðar. Niðurstaða EFTA-dómstólsins gæti því ekki breytt neinu um niðurstöðu málsins fyrir hinum sænska dómstóli, sem yrði að fara eftir skýru og ótvíræðu ákvæði sænskra laga. í niðurstöðu EFTA-dómstólsins um þetta atriði er tekið fram að spuming sænska dómstólsins hafi komið upp undir rekstri málsins fyrir þeim dómstóli og að málið varði atvik sem fjallað sé um í EB-tilskipuninni sem vísað sé til í EES- samningnum. Það sé á valdi dómstólsins sem sendi beiðni um álit að ákveða hvort þess sé þörf eða ekki og það sé ekki á valdi EFTA-dómstólsins að 43 í því ákvæði sænsku laganna sem hér er vísað til segir: „Den som inom tvá ár före konkursbeslutet har beviljats erstáttning genom garantin för en fordran som har uppstátt i huvudsakligen samma verksamhet, har inte rátt till garantiersáttning. / Garantin gáller dock om arbetstagagaren av offentiig arbetsförmedling har anvisats anstállningen i vilken den fordran som prövningen avser har uppstátt”. (Sbr. Lönegarantilagen 1981:691, sbr. sérstak- lega breytingar frá 1. júlí 1994). 170
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.