Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 37
5. Ráðgefandi álit frá 25. september 1996 (Mál E-2/95) Eidesund 5.1 Inngangur Þann 25. september 1996 sendi EFTA-dómstóllinn frá sér tvö ráðgefandi álit um tilskipun ráðs EB 77/187/EBE. Tilskipunin, sem vísað er til í XVIII. viðauka við EES-samninginn, fjallar um vemd launþega við eigendaskipti að fyrir- tækjum og atvinnurekstri. Þessi tvö ráðgefandi álit eru fyrstu úrlausnir EFTA- dómstólsins eftir breytingar á skipulagi hans 1. júlí 1995. Dómurinn var skipaður þremur dómurum. Urlausnimar verða birtar í næstu skýrslu dómstólsins. 5.2 Atvik málsins I þessu máli, sem sent var frá Gulating lagmannsrett í Noregi, krafðist laun- þegi þjónustufyrirtækis þess að vinnuveitandi greiddi iðgjöld hans til frjálsrar lífeyristryggingar með sama hætti og fyrri vinnuveitandi hans hefði gert. Eidesund hafði unnið við þjónustustörf hjá fyrirtækjum sem sjá um veitingar og þrif á olíuborpöllum í Norðursjó, síðast hjá fyrirtækinu Scandinavian Service Partner A/S (SSP) á borpallinum Ekofisk Alpha. SSP hafði greitt hluta iðgjalda til lífeyristryggingar starfsmanna sinna, sem í þessu tilviki var ellilífeyristrygg- ing. Er þjónustusamningur SSP við rekstaraðila olíuborpallsins (PPCoN) rann út samdi PPCoN við annað þjónustufyrirtæki, Stavanger Catering A/S (SC), um þessa þjónustu. SC bauð fjórtán af nítján starfsmönnum SSP á borpallinum störf með þeim starfskjörum sem samræmdust kjarasamningum og almennum skilmálum fyrirtækisins. Samkvæmt því neitaði SC að greiða iðgjöld til líf- eyristryggingar þeirrar sem SSP hafði greitt vegna starfsmanna sinna. Krafa Eidesund um að SC greiddi iðgjöldin með sama hætti og SSP hefði gert var ekki tekin til greina í undirrétti. Eidesund skaut málinu til Gulating lag- mannsrett, sem ákvað að senda beiðni um ráðgefandi álit til EFTA-dómstólsins áður en málinu yrði ráðið til lykta. Eftirfarandi spurningum var beint til EFTA-dómstólsins:49 1. Fellur uppsögn á þjónustusamningi við fyrirtæki og gerð nýs þjónustusamnings við annað fyrirtæki undir 1. gr. tilskipunar ráðsins 77/187/EBE ef engin skilyrði eru sett í samningnum um yfirtöku á tækjabúnaði og/eða starfsfólki? 2. Hefur það áhrif á svarið við spurningu 1 ef nýja þjónustufyrirtækið tekur yfir starfsfólk og birgðir? 3. Hefur það áhrif á svarið við spurningu 1 ef samningurinn fellur undir tilskipanir ráðs- ins 77/62/EBE, 80/76/EBE og 88/295/EBE um gerð samninga um opinber vörukaup? 4. Eiga 1. og 2. mgr. 3. gr. tilskipunar 77/187/EBE einnig við um réttindi starfsmanns til að halda tryggingum, þar með talið lífeyristryggingum, hjá nýjum vinnuveitanda sem starfsmaðurinn átti rétt á hjá þeim vinnuveitanda sem missti samninginn. 49 Sjá þýðingu spuminganna í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 23, 23. maí 1996 [96/EES/23/11]. 173
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.