Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 44
þeirri þróun í dómaframkvæmd sem á undanförnum árum má greina hjá EB- dómstólnum um skýringu þessarar tilskipunar. Því var haldið fram bæði í skriflegum og munnlegum málflutningi að tilskip- unin gæti ekki átt við um skipti á þjónustuaðila þar sem sú skýring myndi hafa víðtækar og óheppilegar afleiðingar á samkeppni. Var einkum bent á það að samkeppni þjónustufyrirtækja væri illmöguleg ef þjónustuaðili gæti átt von á því að þurfa að yfirtaka starfsmenn samkeppnisaðila við það eitt að bjóða í verk samkvæmt útboði. Voru þessi rök einnig tilfærð í umfjöllun um 3. spurningu norska dómstólsins, enda mæla tilskipanir ráðsins um opinber innkaup fyrir um skyldu til að bjóða út verk sem ná tiltekinni lágmarksfjárhæð. EFTA-dómstóllinn tók fram í úrlausn sinni að sú krafa væri gerð að ákveðin eining - hluti atvinnurekstrar - væri yfirfærð. Samningur um að veita tilteknum aðila þjónustu myndi að jafnaði ekki teljast til „hluta atvinnurekstrar” í þessum skilningi og með sama hætti myndi það að jafnaði ekki teljast til aðilaskipta að hluta atvinnurekstrar í skilningi tilskipunarinnar ef þjónustuaðili missti samn- ing sem síðan væri veittur samkeppnisaðila. Til að tilskipunin ætti við þyrfti fleira til að koma. Með þessu ítrekar dómstóllinn mikilvægi þeirrar viðmiðunar sem ráðandi er í dómaframkvæmd EB-dómstólsins að ákveðin eining með eig- in sérkenni sé yfirfærð og haldi sérkennum sínum og þeirri starfsemi sem fram fór fyrir aðilaskiptin. Við mat á þessu koma þau meginsjónarmið sem rakin eru í dómi EB-dómstólsins í Spijkers málinu til álita, eins og rakið er hér að framan. Dómstóllinn gefur mjög almennt svar við fyrstu spumingu Gulating lag- mannsrett og vísar því til dómstóls aðildarríkisins að meta staðreyndir málsins og þar með hvort um aðilaskipti hafi verið að ræða í þessu tiltekna máli. Þó má greina leiðbeiningar í forsendum dómsins sem taka mið af aðstæðum málsins. Verður að telja það heppilegt að EFTA-dómstóllinn reyni með þessum hætti að leiðbeina dómstóli aðildarríkisins um inntak EES-réttarins með þeim hætti að verða megi til aðstoðar við úrlausn málsins. Benti dómstóllinn á að yfirtaka eigna væri að jafnaði sterk vísbending um aðilaskipti í skilningi tilskipun- arinnar. I máli sem þessu þar sem þjónustan var veitt á olíuborpalli í eigu þjónustukaupanda sem einnig lagði til tæki taldi dómstóllinn þó að sú staðreynd að sama starfsaðstaða og sömu tæki væru notuð af hinu nýja fyrirtæki benti til þess að sama starfsemi hefði í raun haldið áfram á vegum nýs þjónustuaðila. Dómstóllinn benti hins vegar á að yfirtaka birgða hefði að því er best yrði séð litla þýðingu eins og aðstæður voru í þessu máli. Þá benti dómstóllinn einnig á að það væri vísbending um að yfirfærð eining hefði haldið sérkennum sínum ef meirihluti starfsmanna væri fluttur til hins nýja fyrirtækis og ef þessir starfsmenn hefðu sérþekkingu á þeim störfum sem unnin væru. í málinu hafði komið fram, að nokkra þjálfun og sérkunnáttu þarf til að starfa á olíu- borpöllunum í Norðursjó einkum að því er varðar öryggisatriði. Þá benti dóm- stóllinn á, eins og fram kom hér að framan, að það skipti máli við mat á öllum aðstæðum með hvaða hætti starfsmenn væru ráðnir til starfa hjá hinu nýja þjónustufyrirtæki. 180
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.