Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 46
sem hann hefði þegar greitt, og héldi áfram greiðslu þeirra í framtíðinni með sama hætti og GMC hefði gert. Þá krafðist Langeland þess að NF yrði dæmt til greiðslu á mismuni þeirra iðgjalda sem GMC hafði greitt fyrir starfsmannatryggingu sína og þeirra iðgjalda sem NF greiddi fyrir lágmarkstryggingu þá sem það fyrirtæki hafði. NF hafnaði kröfunt Langeland að öllu leyti. Skýring á ákvæðum norskra laga um vinnuvemd (arbeidsmiljðloven), sem breytt var með lögum 27. nóvember 1992 til að aðlaga löggjöfina að nefndri til- skipun gat oltið á því hvernig ákvæði tilskipunarinnar væru skýrð. Af þeim sök- um sendi Stavanger byrett beiðni um ráðgefandi álit til EFTA-dómstólsins. Spurningarnar voru þessar:54 1. Tekur undantekningarákvæði 3. mgr. 3. gr. í tilskipun ráðsins 77/187/EBE til réttar starfsmanns til greiðslu iðgjalda til lífeyristrygginga fyrirtækis eða fyrirtækja sem eru utan félagslega tryggingakerfisins, eða tekur ákvæðið aðeins til greiðslu lífeyris samkvæmt slíkri tryggingu? 2. Er 1. mgr. 3. gr. í tilskipun ráðsins 77/187/EBE ófrávíkjanleg í þeim skilningi að launþegi geti ekki lögum samkvæmt samþykkt óhagstæðar breytingar á vinnusamn- ingi sem rætur eiga að rekja til aðilaskipta að fyrirtæki? 6.2 Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins a. Lífeyristryggingar Fyrri spurning Stavanger byrett lýtur að sama túlkunarvandamáli og lagt var fyrir dómstólinn í máli Eidesund. EFTA-dómstóllinn leysti úr þeirri spurningu með sama hætti og í því máli og má vísa til þess, sem rakið er í 5.3 d. hér að framan. I báðum álitum dómstólsins var tekið fram að málin hefðu ekki verið sameinuð en þó hefði það verið samkomulag aðila við flutning þeirra, sem fram fór sama dag, að taka mætti tillit til upplýsinga og raka sem fram kæmu í hvoru málinu um sig við úrlausn beggja. Svar við fyrri spumingunni var efnislega það sama og í fyrmefndu máli, þ.e. að skylda til greiðslu iðgjalda til frjálsra lífeyristrygginga byndi ekki nýjan vinnuveitanda eftir aðilaskipti. b. Ófrávíkjanleg ákvæði Síðari spuming Stavanger byrett var efnislega um sama álitaefni og komið hef- ur til kasta EB-dómstólsins. Með vísan til 6. gr. EES-samningsins tók EFTA-dóm- stóllinn þá afstöðu að svar við þessari spumingu skyldi vera sambærilegt niður- stöðu EB-dómstólsins, í málinu Tellerup v Daddy’s Dance Hall,55 Vísaði EFTA- dómstóllinn til tilgangs tilskipunarinnar um vemd launþega og fylgdi því fordæmi EB-dómstólsins að þar sem um væri að ræða stefnumótun sem tæki mið af almannahagsmunum væri ákvæðið ófrávíkjanlegt, þ.e. ekki í valdi atvinnurekenda 54 Sjá orðrétta þýðingu í EES-viðbæti við Stjómartíðindi EB nr. 23, 23. maf 1996 [96/EES/23/12]. 55 Mál nr. 324/86 Tellerup v Daddy’s Dance Hall [1988] ECR 739. 182

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.