Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 50

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 50
Þegar stjómvald tekur stjómvaldsákvörðun á matskenndum lagagrundvelli, verður fyrst að túlka ákvæðið og ákvarða hversu víðtækar hinar matskenndu heimildir stjórnvalds eru.1 Að því búnu hefst hin matskennda ákvörðunartaka innan ramma lagaákvæðisins.2 Til hægðarauka er hægt að skipta hinu mats- kennda ákvörðunarferli upp í nokkra meginþætti: I fyrsta lagi lagi fer fram greining á því hvaða sjónarmið teljast málefnaleg og þar með lögmæt til grundvallar ákvarðanatöku í málinu. I öðru lagi fer fram mat á sjónarmiðunum sem byggt skal á í því máli, sem til úrlausnar er. Ur safni þeirra sjónarmiða, sem talist hafa málefnaleg samkvæmt framansögðu, velja stjómvöld þau sjónarmið, sem ætlunin er að byggja á við úrlausn hlutaðeigandi máls. Stjórnvöld hafa þó ekki óheft frelsi við val á sjón- armiðum, þar sem efnisreglur, ýmist lögfestar eða ólögfestar, geta takmarkað valið og ákvarðað vægi sjónarmiðanna. Má sem dæmi nefna matsreglur og skýringarsjónarmið, sem segja m.a. til um, hvaða sjónarmið er slcylt að leggja til grundvallar við matið (d. obligatoriske kriterier). I því sambandi reynir oft á jafiirœðisregluna, sem leiðir til könnunar á því, á grundvelli hverra sjónarmiða sambærileg mál hafa áður verið leyst. Þá kemur einnig til skoðunar meginregl- an um skyldubundið mat stjórnvalda (d. skpn under regel) sem segir m.a. til um það hvort og hvenær heimilt sé að takmarka eða afnema lögbundið mat stjóm- valda með verklagsreglum. Einnig hafa þýðingu reglur, sem ákvarða vægi sjónarmiðanna, s.s. forgangsreglur (d. prioriteringsregler). Þá kemur meðal- hófsreglan ávallt til skoðunar, þegar til greina kemur að taka íþyngjandi ákvörðun. Auk þeirra efnisreglna sem hér hafa verið nefndar getur hin óskráða meginregla í stjórnsýslurétti, um að efni stjómvaldsákvörðunar skuli vera ákveðið og skýrt, haft áhrif á afmörkun og framsetningu efnis ákvörðunar. Loks getur sú óskráða meginregla haft þýðingu, að val stjómvalds á leiðum til úr- lausnar máls verði að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. Verður nú nánar vikið að efni síðastnefndrar meginreglu. 2. MISBEITING VALDS VIÐ VAL Á LEIÐUM TIL ÚRLAUSNAR MÁLS Á síðustu árum hefur verið fjallað nokkuð um óskráða meginreglu í stjórn- sýslurétti, sem haft getur þýðingu við ákvörðun stjórnvalds um efni mats- kenndrar stjómvaldsákvörðunar.3 Reglan er upprannin í frönskum stjórnsýslu- 1 Eckhoff, T., Rettskildelœre, bls. 27. 2 Sjá nánar Pál Hreinsson, Stjómsýslulögin-Skýringarrit, bls. 126-159. 3 Sjá t.d. Gammeltoft-Hansen, H., o.fl., Forvaltningsret, bls. 160-161, 170, 255 og 417; Christensen, B., Forvaltningsret-Opgaver, hjemmel, organisation, bls. 218-219; sami höf- undur: Forvaltningsret-Domstolsprpvelse af forvaltningsakter, bls. 100; Andersen, J., Forvaltningsret-Sagsbehandling, hjemmel, próvelse, bls. 91 og 121-123; sami höfundur, Partsmedvirken i forbindelse med forvaltningsmyndigheders personaleafgórelser, bls. 311; Mathiassen, J., Forvaltningspersonellet, bls. 162. 186
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.