Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 52

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 52
val er ekki að ræða. Sé ekki fylgt hinni lögboðnu og ófrávíkjanlegu málsmeð- ferð, er því um lögbrot að ræða. (2) Þegar um val er aftur á móti að ræða, er a.m.k. ljóst, að val stjórnvalds á því í hvaða farveg mál er lagt, má ekki byggjast á því sjónarmiði, að hægt sé að fylgja einfaldri málsmeðferð, en losna við að fara með mál samkvæmt annarri tímafrekari og fyrirhafnarmeiri meðferð. í framkvæmd hér á landi hefur að svo komnu aðallega reynt á þessa óskráðu meginreglu á tveimur sviðum. Annars vegar við breytingu á skipulagi og hins vegar við lausn opinberra starfsmanna úr starfi. 3. SKIPULAGSMÁL I skipulagslögum nr. 19/1964, með síðari breytingum, er stjómvöldum veitt heimild til þess að skipuleggja framtíðarþróun byggðar og landnotkun á tilteknu svæði með sérstökum fyrirmælum, sem nefnd eru skipulag. Skipulag skv. skipulagslögum skal sett með tilteknum hætti, sbr. IV. og V. kafla skipulagslaga. Skal m.a. auglýsa skipulagið opinberlega og gefa aðilum, sem skipulagið snertir, færi á að koma að athugasemdum við tillögu að skipulagi. Skipulag er bindandi bæði fyrir stjórnvöld og almenning, hafi það orðið til með lögskipuð- um hætti og verið birt í Stjórnartíðindum, sbr. 5. mgr. 18. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga nr. 64/1943 um birtingu laga og stjómvaldaerinda. Eftir birtingu skipulags verða allar nýbyggingar innan marka skipulagssvæðis að vera í sam- ræmi við skipulagið. Segja má, að skipulag sé í senn stjórntæki stjórnvalda um þróun byggðar og landnotkun, og trygging almennings fyrir því, að allar fram- kvæmdir innan marka skipulags séu í samræmi við það. Meginreglan er sú, að breytingar verða ekki gerðar á skipulagi, nema að undangenginni sam.s konar málsmeðferð og höfð var á setningu þess, sbr. 1. mgr. 19. gr. skipulagslaga. Sú undantekning er þó gerð, að skv. 3. mgr. 19. gr. laganna er heimild til breytinga með mun einfaldari málsmeðferð, ef breyt- ingarnar uppfylla það skilyrði að vera það óverulegar, að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 1. mgr. 19. gr. laganna. Er þá nægilegt, að sveitarstjóm geri til- lögu til skipulagsstjórnar um breytingarnar. Tillögunni skal fylgja yfirlýsing sveitarstjórnar um það, að hún taki að sér að bæta það tjón, er einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna. Ef skipulagsstjórn fellst á breytinguna, staðfestir hún hana og tilkynnir umhverfisráðuneytinu, sem sér um að birta hana í Stjórnartíðindum, sbr. 4. mgr. 19. gr. skipulagslaga nr. 19/1964. í áliti umboðsmanns Alþingis frá 8. júní 1993 (SUA 1993:60 (67-68)), fjallaði umboðsmaður um þau sjónarmið, sem líta ber til við mat á því, hvort breyting á skipulagi verður talin óveruleg í skilningi 3. mgr. 19. gr. skipulagslaga. I þessu sambandi er rétt að minna á, að í lögskýringargögnum kemur fram, að nauðsynlegt sé, að sveitarstjórn sýni fulla varúð við slíkar breytingar.9 Þegar sveitarstjórn gerir tillögu til skipulagsstjórnar á grundvelli 3. mgr. 19. gr. skipulagslaga um skipulagsbreytingu, sem vafasamt er að talist geti 9 Alþt. 1961, A-deild, bls. 1093. 188

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.