Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 52
val er ekki að ræða. Sé ekki fylgt hinni lögboðnu og ófrávíkjanlegu málsmeð- ferð, er því um lögbrot að ræða. (2) Þegar um val er aftur á móti að ræða, er a.m.k. ljóst, að val stjórnvalds á því í hvaða farveg mál er lagt, má ekki byggjast á því sjónarmiði, að hægt sé að fylgja einfaldri málsmeðferð, en losna við að fara með mál samkvæmt annarri tímafrekari og fyrirhafnarmeiri meðferð. í framkvæmd hér á landi hefur að svo komnu aðallega reynt á þessa óskráðu meginreglu á tveimur sviðum. Annars vegar við breytingu á skipulagi og hins vegar við lausn opinberra starfsmanna úr starfi. 3. SKIPULAGSMÁL I skipulagslögum nr. 19/1964, með síðari breytingum, er stjómvöldum veitt heimild til þess að skipuleggja framtíðarþróun byggðar og landnotkun á tilteknu svæði með sérstökum fyrirmælum, sem nefnd eru skipulag. Skipulag skv. skipulagslögum skal sett með tilteknum hætti, sbr. IV. og V. kafla skipulagslaga. Skal m.a. auglýsa skipulagið opinberlega og gefa aðilum, sem skipulagið snertir, færi á að koma að athugasemdum við tillögu að skipulagi. Skipulag er bindandi bæði fyrir stjórnvöld og almenning, hafi það orðið til með lögskipuð- um hætti og verið birt í Stjórnartíðindum, sbr. 5. mgr. 18. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga nr. 64/1943 um birtingu laga og stjómvaldaerinda. Eftir birtingu skipulags verða allar nýbyggingar innan marka skipulagssvæðis að vera í sam- ræmi við skipulagið. Segja má, að skipulag sé í senn stjórntæki stjórnvalda um þróun byggðar og landnotkun, og trygging almennings fyrir því, að allar fram- kvæmdir innan marka skipulags séu í samræmi við það. Meginreglan er sú, að breytingar verða ekki gerðar á skipulagi, nema að undangenginni sam.s konar málsmeðferð og höfð var á setningu þess, sbr. 1. mgr. 19. gr. skipulagslaga. Sú undantekning er þó gerð, að skv. 3. mgr. 19. gr. laganna er heimild til breytinga með mun einfaldari málsmeðferð, ef breyt- ingarnar uppfylla það skilyrði að vera það óverulegar, að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 1. mgr. 19. gr. laganna. Er þá nægilegt, að sveitarstjóm geri til- lögu til skipulagsstjórnar um breytingarnar. Tillögunni skal fylgja yfirlýsing sveitarstjórnar um það, að hún taki að sér að bæta það tjón, er einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna. Ef skipulagsstjórn fellst á breytinguna, staðfestir hún hana og tilkynnir umhverfisráðuneytinu, sem sér um að birta hana í Stjórnartíðindum, sbr. 4. mgr. 19. gr. skipulagslaga nr. 19/1964. í áliti umboðsmanns Alþingis frá 8. júní 1993 (SUA 1993:60 (67-68)), fjallaði umboðsmaður um þau sjónarmið, sem líta ber til við mat á því, hvort breyting á skipulagi verður talin óveruleg í skilningi 3. mgr. 19. gr. skipulagslaga. I þessu sambandi er rétt að minna á, að í lögskýringargögnum kemur fram, að nauðsynlegt sé, að sveitarstjórn sýni fulla varúð við slíkar breytingar.9 Þegar sveitarstjórn gerir tillögu til skipulagsstjórnar á grundvelli 3. mgr. 19. gr. skipulagslaga um skipulagsbreytingu, sem vafasamt er að talist geti 9 Alþt. 1961, A-deild, bls. 1093. 188
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.