Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 61

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 61
auðveldur. Ákvörðun stjómvalds er þá haldin vemlegum annmarka,23 sem kann m.a. að leiða til bótaskyldu ríkissjóðs. Sjaldnast em málsatvik svo augljós. Oftar hefur starfsmanni verið sagt upp störfum og málefnaleg ástæða verið gefin fyrir því. Aftur á móti kunna að liggja fyrir uppiýsingar í gögnum máls um, að stjómvald hafi talið, að starfsmaður hafí gerst brotlegur við starfsskyldur sínar án þess að með mál hans hafi verið farið eftir ákvæðum 44. gr., sbr. 21. gr. laga nr. 70/1996. I slíkum tilvikum kann að leika vafi á, hvort raunveruleg ástœða uppsagnar hafí verið sú, sem stjómvald heldur fram. Þegar svo stendur á verða dómstólar að leggja dóm á þetta álitaefni að virtum framkomnum upplýsingum. Verða þeir síðan að meta hvort sú málsmeðferð, sem mál hlaut, hafi verið í samræmi við þá ástæðu sem raunverulega lá til grundvallar ákvörðun að mati dómsins.24 Hér reynir iðulega á erfíð sönnunaratriði. I þessu sambandi má minna á dóm Hæstaréttar frá 11. maí 1995 (H 1995 1347). Þar var sönnunarbyrðin lögð á stjómvöld, en í málinu var upplýst, að verulegrar óánægju hafði gætt með störf hlutaðeigandi starfsmanns um árabil og höfðu honum tvívegis verið veittar áminningar. Talið var, að umræddu stjómvaldi hefði ekki tekist að sýna fram á, að aðrar efnislegar forsendur en þær, sem beint tengdust starfsmanni, hefðu ráðið því að staða hans var lögð niður. Þar sem ekki hafði verið farið með málið skv. 7.-11. gr. laga nr. 38/1954, vom starfsmanninum dæmdar bætur. 6. ÁGRIP í grein þessari hefur verið fjallað um þá óskráðu meginreglu í stjórnsýslurétti, að val stjórnvalds á leiðum til úrlausnar máls verði að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. Þessi réttarregla er í eðli sínu málsmeðferðarregla, en hefur samt aðaliega þýðingu við ákvörðun stjómvalda um efni matskenndra stjórnvalds- ákvarðana. Reglan er uppmnnin í frönskum stjórnsýslurétti. Þegar stjórnvald fær mál til úrlausnar, kemur stundum upp sú staða, að hægt er að leggja mál í fleiri en einn farveg til úrlausnar þess. Þegar svo stendur á, er aðstaðan oft sú, að það fer eftir þeirri niðurstöðu, sem stefnt er að, hvaða máls- meðferðarreglum ber að fylgja lögum samkvæmt við undirbúning og úrlausn málsins. Aðstaðan getur þá verið sú, að valið standi á milli tveggja kosta. Ef niðurstaða málsins er ákveðin X, þá getur verið lögákveðið að fylgja beri ein- faldri og fábrotinni málsmeðferð til undirbúnings og úrlausnar málsins. Ef niðurstaða málsins er aftur á móti ákveðin Y, getur verið lögákveðið að fylgja beri mun vandaðri, tímafrekari og fyrirhafnarmeiri málsmeðferð. Þegar val á niðurstöðu máls stendur á milli tveggja slíkra kosta, og stjórnvald ákveður að niðurstaða máls verði X, íþví skyni að komast hjá því að fara með málið sam- kvæmt hinni tímafrekari og fyrirhafnarmeiri málsmeðferð, sem fylgt hefði niðurstöðu Y, hefur stjómvald misbeitt valdi sínu við val á leiðum til úrlausnar máis og þannig brotið gegn þessari óskráðu meginreglu. 23 Andersen, J., Partsmedvirken i forbindelse med forvaltningsmyndigheders personaleaf- gprelsei; bls. 311. 24 Sjá hér t.d. UfR 1986.681 og UfR 1993.434. 197

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.