Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 62

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 62
Beiting þessarar óskráðu meginreglu fer oftast fram í tveimur áföngum: (1) Fyrst þarf að kanna hvort stjómvald hafi í raun val um að leggja mál í fleiri en einn farveg og leysa úr því. Þetta álitamál er leyst með túlkun á þeim réttarheimildum, sem stjómvaldsákvörðun byggist á. Kemur þá oft í ljós að um val er ekki að ræða. (2) Þar sem um val er aftur á móti að ræða, er a.m.k. ljóst, að val stjómvalds á því, í hvaða farveg mál er lagt, má ekki ráðast af því sjónarmiði, að komist verði hjá því að fara með mál samkvæmt fyrirhafnarmeiri og tímafrekari málsmeðferð. I framkvæmd hér á landi hefur að svo komnu aðallega reynt á þessa óskráðu meginreglu á tveimur sviðum. í fyrsta lagi við breytingu á skipulagi, en í því sam- bandi hefur reynt á mörkin á milli skipulagsbreytinga, annars vegar skv. 1. mgr. 19. gr. op hins vegar skv. 3. mgr. 19. gr. skipulagslaga 19/1964, með síðari breyt- ingum. I öðm lagi hefur reglan þýðingu við ákvörðun um starfslok opinberra starfsmanna. Ef ástæðan fyrir starfslokum starfsmanns er brot hans á starfs- skyldum, hefur stjómvald almennt ekki val um það, í hvaða farveg málið er lagt. Heimildir: Alþingistíðindi. Auby, J.M. og R. Drago: Traité de contentieux administratif. Andersen, J.: Forvaltningsret. Sagsbehandling, hjemmel, prpvelse. Kpbenhavn 1993. Andersen, J.: „Partsmedvirken i forbindelse med forvaltningsmyndigheders personaleafgprelser". UfR. 1988B, bls. 299-312. Brown, L.N. og J. S. Bell: French Administrative Law. 4. útg. Oxford 1993. Christensen, B.: Forvaltningsret, domstolsprovelse af forvaltningsakter. Kpbenhavn 1988. Christensen, B.: Forvaltningsret, hjemmelsspprgsmál. Kpbenhavn 1980. Christensen, B.: Forvaltningsret, opgaver, hjemmel, organisation. Kpbenhavn 1991. Debes, J.: I statens tjeneste. Oslo 1989. Eckhoff, Torstein: Rettskildelære. 3. útg. Oslo 1993. Fanebust, A.: Oppsigelse i arbeidsforhold. Oslo 1985. Fanebust, A.: Tjenestemannsrett. Oslo 1987. Folketingets ombudsmands beretning for áret 1987. Gammeltoft-Hansen, H., J. Andersen, K. Larsen og K. Loiborg: Forvaltningsret. Kpbenhavn 1994. Hasselbach, O.: Ansættelsesretten. Kpbenhavn 1985. Hasselbach, O.: Arbejdsret. Kpbenhavn 1985. Kramp, O. og J. Matthiassen: Afskedigelsesret. Kpbenhavn 1984. Nprgaard, C.A. og Garde J.: Forvaltningsret-Sagsbehandling. Ásamt Karsten Revsbech. 4. útgáfa 1995. Matthiassen, J.: Forvaltningspersonellet. Kpbenhavn 1990. Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin. Reykjavík 1994. Raynaud, J.: Le détournement de procédure. Paris 1950. Skýrslur umboðsmanns Alþingis. Reykjavík 1988-1994. 198

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.