Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 64

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 64
að oft er heppilegt að taka inn í sátt fleira en um er deilt í málinu, því þar með er yfirleitt léttara að ná sátt milli aðila um aðaldeiluefnið. Ekki verður það skilyrði sátta, að báðir aðilar hafi gefið eftir af kröfum sínum, en langoftast er það svo. Aðilar og lögmenn gleyma því stundum, að eitt af grundvallarmarkmiðum dómstólameðferðar er að upplýsa mál. Það kemur ósjaldan í Ijós, að upplýsing máls leiðir til sátta og mjög gjaman er það svo, að sáttir eru ekki kleifar fyrr en mál er upplýst að fullu. Sáttir þar sem aðili gefur ekkert eða óverulega eftir af kröfum sínum, eiga oft rót sína að rekja til þess, að málið hefur ekki verið nægilega upplýst frá byrjun. Stundum verða sáttatilraunir árangurslausar. í þeim tilvikum gætu sáttatil- raunir dómara reynst óheppilegar, ef þær hafa leitt til þess, að hann verði tor- tryggður, vegna þess að hann hafi tekið afstöðu í málinu. Sáttatilraunir dómara ættu því tæpast að ná lengra heldur en að leita sátta í þeim málum, þar sem hann álítur það leiða til árangurs. Dómara ber að fara gætilega í sáttatilraunum sínum og gæta hlutleysis. Sáttatilboð dómara ættu fremur að byggjast á sanngirnis- sjónarmiðum en lagareglum og dómarinn skyldi gæta þess að taka það fram við aðila, að á þeim grunni sé byggt. En hvort sem lögmönnum og dómurum líkar betur eða verr, þá er einn aðal- þáttur starfsins samningaviðræður og samningar. Eg öðlaðist nokkra reynslu í þessum efnum sem ráðuneytisstjóri. Ég ætla nú, vegna óskar þar um, að rekja hvernig ég sem dómari reyndi að sætta mál og nýta reynslu mína í þessu efni. 2. UNDIRBÚNINGUR Ég hafði þann hátt á sem dómari, er ég byrjaði á nýju máli, að kynna mér það fyrst í höfuðdráttum og hringja síðan í lögmenn málsins eða málsaðila, ef hann rak málið sjálfur, og ákveða fyrsta fyrirtökutíma í samráði við þá. Þetta er svip- uð fyrirhöfn og að senda fyrirtökutilkynningar, en hefur þó þann kost, að tryggð er mæting, þar sem menn gefa sér tíma til skrafs og ráðagerða. í símtalinu not- aði ég tækifærið og spurðist fyrir um, hvort sáttaumleitanir hefðu farið fram í málinu og hvort þær væru í gangi, eða hvar hefði skilið með aðilum. Ef ein- hverjar sáttaumleitanir voru á döfinni, þá bað ég lögmenn gjaman að hafa sam- ráð við umbjóðendur sína fyrir fundinn um það, hve langt til sátta þeir treystu sér til að ganga o.s.frv. Sem sé, ég notaði símtalið til að koma hreyfingu á málið. Við erum alltaf að semja við einhverja, þótt við verðum þess ekki vör, t.d. makann, bömin, vinnufélagana, í viðskiptum o.s.frv. Við vitum, að þegar við stöndum upp óánægð frá samningum, þá hefðu þeir betur verið ógerðir. Sama gildir um dómsáttir, þær má aldrei þvinga fram, þannig að menn verði í raun ósáttari á eftir. Sættir eiga að bæta samskipti aðila, en ekki spilla þeim. Ég lærði af störfum í sjávarútvegsráðuneytinu og ekki síst á hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjöðanna, sem ég tók þátt í á annan áratug, að ein meginforsenda góðra sáttaumleitana felst ekki í því að líta á kröfur hlutaðeigandi aðila, heldur heildarhagsmuni þeirra, þá hagsmuni, er liggja að baki kröfum þeirra og þeir 200

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.