Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 65
eiga sameiginlega, og draga fram hvaða gagn hvor aðili hafi af samkomulagi.
Mér lærðist að leita sjálfstæðra og sanngjarnra mælikvarða, svo að báðir aðilar
næðu fram því, sem þeim bæri, um leið og þeir gætu haldið fullri reisn. Þá
verður að leggja sérstaka áherslu á, að nauðsynlegt er að dómarar kynni sér
málin rækilega, sérstaklega lagalega stöðu þeirra, áður en þeir hefja sættir. Með
því móti reynast sáttastörf til muna léttari.
Á fyrsta fundi með lögmönnum var farið yfir stöðu mála og möguleika til
sátta. Ef ljóst var þá þegar, að enginn kostur var á sáttum, t.d. vegna þess að um
var að ræða svokölluð prinsipmál eða ágreiningsmál um ósættanleg lagaatriði,
voru frekari sáttatilraunir ekki reyndar. Ef sættir voru hugsanlegar, var gott að
ræða málin og gera sér grein fyrir hagsmunum aðila í málinu. Sóknaraðila gat
t.d. verið mikilvægt að fá vissu um kröfu sína og að hún yrði greidd fljótt. Hins
vegar gat vamaraðila verið mikilvægt að fá gjaldfrest. Aðilar slaka gjaman á
ýmsum kröfum til að ná hagsmunum sínum fram. Nauðsynlegt er að dómarinn
viti, hvað hann ætlar sér og jafnframt að hann sé opinn fyrir nýjum hugmynd-
um, þ.e. að finna úrræði sem samræmast þeim hagsmunum, sem fyrir liggja.
Honum má vera Ijóst, að aðilar hafa ekki gert upp við sig, að hverju þeir vilja
ganga og hann skyldi því leita leiða, sem báðum aðilum eru til hagsbóta.
Nauðsynlegt er að skoða málið frá ýmsum sjónarmiðum og greina valkosti eftir
að ljóst liggur fyrir, hverju hvor aðili um sig hefur áhuga á.
Oft gerði ég sem dómari ákveðna tillögu á þessu stigi, en tók jafnframt fram,
að tillagan hefði ekkert með endanlegan dóm að gera, þ.e. dómarinn verður að
taka skýrt fram, að dómsúrlausn málsins verði byggð á allt öðrum grunni og því
geti málið dæmst öðruvísi. Sérstaklega er gott að ítreka, að hversu vissir sem
aðilar telja sig um málstað sinn og lagarök, geti mál alltaf tapast.
Á fyrsta fundi komust lögmenn og dómari oft að þeirri niðurstöðu, að rétt
væri að ná málsaðilum saman á sáttafund. Reyndist það oft afbragðsráð, þar
sem dómari málsins fékk þá tækifæri til að segja málsaðilum ýmislegt, sem
lögmenn höfðu e.t.v. sagt þeim, en það fékk meiri staðfestu, þegar það kom
einnig frá dómaranum. Sumir lögmenn eiga erfitt með að skýra nógu skorinort
frá neikvæðum hliðum málstaðar umbjóðenda sinna og það er þægilegra fyrir
lögmennina, að dómarinn geri það. Sumir lögmenn telja sig eiga ella á hættu,
að vera sakaðir um linku gagnvart mótaðila eða ekki næga hollustu við sinn
umbjóðanda. Þeir vilja ekki styggja sinn viðskiptavin. Ef t.d. viðskiptavinurinn
er stór, málið er lítilvægt og illt er á milli deiluaðila, getur verið að lögmaður
telji áhættuminnst að láta málið hafa sinn gang og fá dóm í því, fremur en að
eyða tíma og orku í sættir eða að skýra umbjóðanda sínum frá veikum hliðum
í málstað hans. Lögmanninum er þá þægð í því, að dómarinn segi viðskipta-
vininum, að hann hafi góðan og kröfuharðan lögmann, en því miður séu á mál-
inu veikar hliðar, sem beri að athuga.
201