Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 74

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 74
10. Lokaorð Yfirlit þessarar skýrslu um starfsemi félagsins sýnir að samtals hafa liðlega 500 manns tekið þátt í fræðafundum og málþingum á vegum þess á því starfsári sem er að líða. Miðað við að félagsmenn eru liðlega 800 má vel una við slrka þátttöku í starfsemi félagsins. Stjórn félagsins hefur þó áhyggjur af því hve fundarsókn á fræðafundum félagsins hefur dregist saman á síðustu árum. Algengt er að fjöldi fundarmanna á þessum fundum sé innan við þrjá tugi. Stjórnin hefur velt fyrir sér hvort breyttur fundartími fræðafunda kynni að auka fundarsókn. Stjórnin efndi til viðhorfskönnunar meðal þátttakenda á málþingi félagsins 12. október sl. um hentugan fundartíma auk þess sem óskað var eftir hugmyndum um áhugaverð fundarefni. Verið er að vinna úr niðurstöðum þeirrar könnunar og mun ný stjórn hafa þær til hliðsjónar varðandi fyrirkomu- lag og efni fræðafunda á komandi vetri. Þá hefur stjómin áhuga á að beita sér fyrir enn frekari samvinnu við önnur félög lögfræðinga um fræðafundi þegar fjallað er um efni sem hafa breiða skírskotun til allra lögfræðinga. Guðmundur Skaftason sem verið hefur annar af tveimur endurskoðendum Lögfræðingafélags Islands og Tímarits lögfræðinga um árabil hefur óskað eftir því að láta af því trúnaðarstarfi. Endurskoðendur hafa skipt verkum með sér þannig að annar hefur annast endurskoðun reikninga félagsins og hinn endur- skoðun reikninga tímaritsins. Reikningar Tímarits lögfræðinga hafa komið í hlut Guðmundar. Hann hefur sinnt endurskoðun þeirra af mikilli vandvirkni og nákvæmni. Vil ég nota tækifærið og þakka Guðmundi Skaftasyni hans ágætu störf í þágu Lögfræðingafélags íslands og Tímarits lögfræðinga. Samstarf stjórnar hefur verið prýðilegt og þakka ég samstarfsmönnum mínum í stjóm fyrir ánægjulega samvinnu og félagsmönnum öllum fyrir þátttöku í félagsstarfinu. Kristín Briem framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga í stjórn félagsins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Kristín hefur setið í stjórninni í þrjú ár. Henni vil ég þakka ötul og óeigingjörn störf í þágu félagsins og Tímarits lögfræðinga og sérlega ánægjulegt samstarf. Dögg Pálsdóttir 210

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.