Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 74

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 74
10. Lokaorð Yfirlit þessarar skýrslu um starfsemi félagsins sýnir að samtals hafa liðlega 500 manns tekið þátt í fræðafundum og málþingum á vegum þess á því starfsári sem er að líða. Miðað við að félagsmenn eru liðlega 800 má vel una við slrka þátttöku í starfsemi félagsins. Stjórn félagsins hefur þó áhyggjur af því hve fundarsókn á fræðafundum félagsins hefur dregist saman á síðustu árum. Algengt er að fjöldi fundarmanna á þessum fundum sé innan við þrjá tugi. Stjórnin hefur velt fyrir sér hvort breyttur fundartími fræðafunda kynni að auka fundarsókn. Stjórnin efndi til viðhorfskönnunar meðal þátttakenda á málþingi félagsins 12. október sl. um hentugan fundartíma auk þess sem óskað var eftir hugmyndum um áhugaverð fundarefni. Verið er að vinna úr niðurstöðum þeirrar könnunar og mun ný stjórn hafa þær til hliðsjónar varðandi fyrirkomu- lag og efni fræðafunda á komandi vetri. Þá hefur stjómin áhuga á að beita sér fyrir enn frekari samvinnu við önnur félög lögfræðinga um fræðafundi þegar fjallað er um efni sem hafa breiða skírskotun til allra lögfræðinga. Guðmundur Skaftason sem verið hefur annar af tveimur endurskoðendum Lögfræðingafélags Islands og Tímarits lögfræðinga um árabil hefur óskað eftir því að láta af því trúnaðarstarfi. Endurskoðendur hafa skipt verkum með sér þannig að annar hefur annast endurskoðun reikninga félagsins og hinn endur- skoðun reikninga tímaritsins. Reikningar Tímarits lögfræðinga hafa komið í hlut Guðmundar. Hann hefur sinnt endurskoðun þeirra af mikilli vandvirkni og nákvæmni. Vil ég nota tækifærið og þakka Guðmundi Skaftasyni hans ágætu störf í þágu Lögfræðingafélags íslands og Tímarits lögfræðinga. Samstarf stjórnar hefur verið prýðilegt og þakka ég samstarfsmönnum mínum í stjóm fyrir ánægjulega samvinnu og félagsmönnum öllum fyrir þátttöku í félagsstarfinu. Kristín Briem framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga í stjórn félagsins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Kristín hefur setið í stjórninni í þrjú ár. Henni vil ég þakka ötul og óeigingjörn störf í þágu félagsins og Tímarits lögfræðinga og sérlega ánægjulegt samstarf. Dögg Pálsdóttir 210
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.