Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 75

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 75
ÚR SKÝRSLU STJÓRNAR DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS STARFS- ÁRIÐ 1995-1996 Tímaritinu hefur borist skýrsla stjórnar Dómarafélags íslands starfsárið 1995-1996 og eru hér birt helstu efnisatriði hennar. 1. Aðalfundur Dómarafélags Islands 1995 Aðalfundur Dómarafélags Islands fyrir árið 1995 var haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík fimmtudaginn 9. nóvember og hófst kl. 10:00. Formaður félagsins Allan Vagn Magnússon héraðsdómari setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hann fól Friðgeiri Bjömssyni dómstjóra fundar- stjóm. Þorgeiri Inga Njálssyni héraðsdómara var falið að annast ritun fundar- gerðar. Gengið til venjulegra aðalfundarstarfa þar á meðal stjómarkjörs. Allan Vagn Magnússon var endurkjörinn formaður félagsins og aðrir í stjóm Ólöf Péturs- dóttir, Helgi I. Jónsson, Þorgeir Ingi Njálsson og Garðar Gíslason. Stjómin skipti með sér verkum þannig að Ólöf er varformaður, Helgi ritari, Þorgeir gjaldkeri og Garðar meðstjórnandi. í varastjórn voru kjörin Freyr Ófeigsson og Hjördís Hákonardóttir. Endurskoðandi var kjörinn Eggert Óskarsson. 2. Félagsmenn Dómarafélags Islands Á starfsárinu létust Friðjón Skarphéðinsson fyrrverandi yfirborgarfógeti og Torfi Hjartarson fyrrverandi tollstjóri. Jón L. Arnalds lét af starfi héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur á starfsárinu. Sigurður Tómas Magnússon var skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. október 1996. 3. Almennir félagsfundir Þann 6. júní 1996 var haldinn almennur félagsfundur þar sem til umræðu vom ýmis atriði varðandi drög að framvarpi til dómstólalaga sem réttarfarsnefnd hefur til meðferðar. Þann 14. desember 1995 var sameiginlegur jólahádegisverðarfundur Dóm- arafélags íslands, Lögmannafélags Islands og Lögfræðingafélags Islands í Víkingasal Hótels Loftleiða. Framsögumaður var Björn Bjamason mennta- málaráðherra og fjallaði hann um notkun tölva og einkum þá kosti sem fylgja því að nota internet í samskiptum manna. Þann 6. mars 1996 flutti Michael Hone, sendiherra Breta á íslandi, hádegis- erindi um efnið: Hvemig bregðast Bretar við fíkniefnavandanum. Þann 20. apríl var haldið málþing í Viðey í samvinnu við Lögfræðingafélag íslands og Lögmannafélag Islands undir heitinu: Staða lögfræðinga í þjóð- félaginu í dag. 211

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.