Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 76

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 76
Þann 17. maí 1996 flutti Nils Erik Lie, lagdommer við Borgarting Lagmannsret í Oslo hádegiserindi sem hann nefndi: Etterutdannelse af norske dommere. Þann 7. júní hélt félagið málþing á Hótel Valhöll, Þingvöllum í samvinnu við Lögmannafélag Islands. Þar var fjallað um eftirfarandi efni: a) Almennir dómstólar-sérdómstólar-úrskurðarnefndir. b) Samskipti lögmanna og ijölmiðla. c) Erumvarp til laga um lögmenn (kynning). 4. Endurmenntun dómara Stjóm DI hefur að undanfömu hugað nokkuð að endur- eða eftirmenntun félagsmanna. Hafa nokkur námskeið þegar verið haldin og fleiri eru í farvatn- inu. Stendur vilji stjórnarinnar eindregið til þess að efla þennan þátt í starfsemi félagsins enn frekar og koma honum í fastar skorður. Við þá vinnu sem fram- undan er á þessum vettvangi kemur mjög til álita að hafa hliðsjón af því á hvern hátt norskir dómarar haga sinni endurmenntun en fullyrða má að einkar vel sé að henni staðið. Endurmenntun norskra dómara er í höndum sérstaks endur- menntunarráðs en það er skipað fimm dómurum og tveimur fulltrúum dóms- málaráðuneytis. Kom formaður ráðsins Nils Erik Lie, lögdómari við Borgar- tings lagmannsrett, til Islands fyrr á þessu ári og flutti erindi á hádegisverðar- fundi DÍ um starfsemi þess. Kom þar meðal annars fram að ráðið skipuleggur umfangsmikið námskeiðahald en hefur auk þess með námsleyfi dómara að gera. Þá sér það um styrkveitingar til dómara vegna stuttra náms- eða kynnis- ferða og ber kostnað af þátttöku norskra dómara í SEND, Evrópusambandi dómara og Alþjóðasambandi dómara. A ári hverju eru haldin 10-12 námskeið á vegum ráðsins og er skipulagning og vinna við þau nær alfarið í höndum dómaranna sjálfra. Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómari sat eitt slíkt námskeið á þessu ári og þykir tilhlýðilegt að gera hér örstutta grein fyrir því. Námskeið það sem hér um ræðir, startkurs I for nyutnevnte dommere, er haldið einu sinni á ári hverju og er það eingöngu ætlað nýskipuðum dómurum á 1. og 2. dómstigi (héraðs- og lögdómurum) Námskeiðið sóttu að þessu sinni 42 dómarar og stóð það í fimm daga. Fyrsta daginn var fjallað ítarlega um dómarastarfið og þær skyldur sem á dómaranum hvfla, jafnt innan starfs sem utan. Má í þessu sambandi nefna umfjöllun um almenn hæfisskilyrði, framkomu og framgöngu dómara í dómsal, hlutverk dómarans við sáttaumleitanir, skyldur dómara við sakborning, aðila einkamáls og vitni, heimildir dómara til að gegna öðrum störfum samhliða dómarastarfinu, þátttöku dómara í félagsstarfi og samskipti dómstóla og fjölmiðla. A öðrum og þriðja degi námskeiðsins var hugað að málsmeðferðarreglum. Var sú umfjöllun bundin við skýringu á réttarreglum sem gilda um aðalmeðferð í einkamálum og opinberum málum. I þessum þætti námskeiðsins voru þinghöld sett á svið (rollespille) og raunhæf verkefni lögð fyrir þátttakendur. I hverju verkefni var einum þátttakenda falið að gegna starfi dómara, en öðrum skipað í sæti málflytjenda. Fengu málflytjendur hverju sinni 212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.