Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 78

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 78
Sá tilgangur frumvarpsins að færa rekstur ríkisstofnana nær því sem gerist í einkarekstri að því er varðar starfsmannahald og launaákvarðanir á alls ekki við unr dómara. Störf þeirra eru samofin ríkishugtakinu sjálfu en dómarar fara með einn af þremur þáttum rfkisvaldsins og eru því óaðskiljanlegur hluti þess. Réttarsamband þeirra og ríkisins er frábrugðið réttarsambandi vinnuveitenda og launþega á almennum vinnumarkaði. Verður að hafa það sérstaklega í huga við setningu laga á þessu sviði. 2. Ef litið er til einstakra ákvæða frumvarpsins leiðir það til sömu niðurstöðu, þ.e. að mörg ákvæði þess eiga ýmist illa eða ekki við um dómara vegna þeirrar sérstöku stöðu sem þeir eru í. I 2. kafla frumvarpsins er fjallað um veitingu starfs og í 6. gr. eru talin upp almenn skilyrði til þess að fá skipun eða ráðningu í starf. I 5. gr. laga nr. 92/1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði eru ákvæði um almenn skilyrði til þess að öðlast skipun í starf héraðsdómara og í 5. gr. laga nr. 75/1973 eru samskonar ákvæði um hæstaréttardómara. I 5. kafla er fjallað um skipun eða setningu í embætti. Ýmis ákvæði þar eiga ekki við um dómara, og nægir að nefna ákvæði 23. gr. um tímabundna skipun sem stangast beinlínis á við 61. gr. stjórnarskrárinnar eins og hún hefur verið skilin hingað til. í 6. kafla er fjallað um lausn frá embætti. Sérreglur gilda um dómara varðandi þetta samkvæmt lögum sbr. einnig V. kafla stjómarskrárinnar. Að auki verður að telja eðlilegt, að þar sem dómendum er ætlað að fjalla um frávikningu embættismanna sbr. 32. gr. frumvarpsins, gildi sérreglur um þá fyrmefndu. í 7. kafla er fjallað um „sérstakar skyldur". Strax í upphafsákvæði kaflans er að finna ákvæði sem ekki getur átt við um störf dómara þar sem rætt er um, að ráðherra setji sérhverjum forstöðumanni erindisbréf, þar sem tilgreind skulu helstu markmið í rekstri stofnunar og verkefni hennar, bæði til lengri og skemmri tíma litið. Benda má á fleiri ákvæði sem ekki ná til dómara en ekki þykir þörf á því að sinni. Af öllu framansögðu verður dregin sú niðurstaða að hvort sem litið er til tilgangs frumvarpsins eða einstakra greina þess er ljóst að það verður enn síður heimfært á störf dómara en núgildandi lög nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Á það hefur reynt að eðli dómstarfa hefur leitt til þess að lögin hafa í ýmsum greinum ekki verið talin eiga við og þeim því ekki beitt um dómara. 3. Réttarfarsnefnd vinnur nú að samningu dómstólalaga, en heildarlög um starfsemi þeirra hafa ekki verið sett til þessa. Annarsstaðar á Norðurlöndum hafa slík lög verið sett. Hefur dómsmálaráðherra lýst yfir á opinberum vett- vangi, að hann stefni að því að leggja frumvarp til dómstólalaga fyrir Alþingi nk. haust. Stjóm Dómarafélags íslands er eindregið þeirrar skoðunar að slíkt 214
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.