Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 4
teknar hafi verið til greina. Ýmislegt fleira er rakið um vinnutilhögun nefndar- innar sem sýnir að vel hefur verið staðið að verkinu. Nefndin var skipuð af dómsmálaráðherra 15. mars 1993 til þess að endur- skoða í heild gildandi lögræðislög nr. 68/1984 og ekki kemur fram að önnur forskrift hafi verið gefin. I athugasemdunum er þess getið að störf nefndarinnar hafi dregist á langinn og er það eins og oft vill verða. Hitt skiptir meira máli að hér sýnist vera um einkar vandaða lagasmíð að ræða, bæði er varðar lagatextann sjálfan og eins eru almennar athugasemdir og athugasemdir við einstakar lagagreinar ítarlegar og mjög til skýringa. Líklegt er að hér sé að finna dæmi um það hvernig vandað lagafrumvarp verður til. í ágætri grein sem Ólafur G. Einarsson forseti Alþingis skrifar í síðasta hefti þessa tímarits um samskipti löggjafarvalds og framkvæmdarvalds víkur hann nr.a. að “fullyrðingum sumra þingmanna um að Alþingi sé orðið „fram- kvæmdarvaldsþing“ eða stimpilpúði á það sem ríkisstjómin á hverjum tíma vill”. Um þessa fullyrðingu segir Ólafur m.a. eftirfarandi: Að mínu mati er hins vegar ekkert við það að athuga þó að frumkvæði í allri meiri- háttar lagasetningu sé hjá framkvæmdarvaldinu. Það er einfaldlega varla hlutverk þingmanna að sernja eða útfæra í smáatriðum flókna lagasetningu. Slikt er hlutverk framkvæmdarvaldsins og til þess hefur það sitt starfslið og sína sérfræðinga. Frum- kvæði getur að sjálfsögðu komið frá þinginu í formi ályktana þar sem lagt er fyrir ríkisstjórn að undirbúa löggjöf um tiltekið efni. Öll meiriháttar stefnumótun er orðin það flókið mál að framkvæmdarvaldið með sínu umfangsmikla embættismannakerfi er í betri aðstöðu en þingið til að sinna slíku. Þingmenn eiga hins vegar að hafa aðstöðu til þess að leggja pólitískt mat á frumvörp framkvæmdarvaldsins og það er þeirra að ákveða hvort þau skuli verða að lögum eða ekki. Löggjafarvald þingsins felst einmitt í því að hafa lokaorðin um málið. Þessi lýsing forseta Alþingis sýnist eiga nákvæmlega við það hvernig staðið var að samningu frumvarpsins til lögræðislaga. Eftir er þá þáttur Alþingis en gert er ráð fyrir því að lögin taki gildi 1. janúar 1998. Tæplega verður séð að frumvarpið ætti að valda pólitískum deilum. Eflaust verða eitthvað skiptar skoðanir um einstakar lagagreinar, helst um sjálfræðisaldurinn og þá einkum hvort hann á að vera 16 eða 18 ár. Að vísu er það svo að til þess tekur nefndin ekki afstöðu heldur hefur samið tvö frumvörp sem eru samhljóða að öðru leyti en því er sjálfræðisaldurinn varðar. Hér eru ekki efni til þess að fjalla urn einstakar greinar frumvarpsins. Hins vegar skal aðeins vikið að nokkrum breytingunr frá gildandi lögum. Gert er ráð fyrir að hægt sé að svipta menn lögræði tímabundið, þ.e.a.s. að ákveða fyrirfram hversu lengi lögræðissviptingin skal standa. Ekki má þó sá tími vera skemmri en 6 mánuðir. I þessum tilvikum fær hinn svipti lögræðið sjálfkrafa á ný að sviptingartímanum liðnum ef ótímabundin svipting kemur ekki til. Þegar um tímabundna sviptingu er að ræða verður ekki nauðsynlegt eins og verið hefur að fella lögræðissviptinguna úr gildi með úrskurði. 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.