Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 5
Þá er gert ráð fyrir því að hægt verði að svipta menn fjárræði varðandi tilteknar eignir s.s. fasteignir og ákveðið lausafé, viðskiptabréf og innstæður í bönkum, sparisjóðum og verðbréfasjóðum. Þetta ákvæði er tvímælalaust mjög til bóta. Reynslan hefur sýnt að iðulega neyðast börn til þess að gera kröfu um að aldnir foreldrar þeirra verði sviptir fjárræði vegna þess að þeim er ókleift að annast eigur sínar þótt önnur nauðsyn sé ekki fyrir hendi. Þetta er eflaust aldrei sársaukalaust en með þessari takmörkuðu fjárræðissviptingu yrði í minna ráðist heldur en hingað til hefur þurft. Itarleg ákvæði eru um það hvernig kunngjöra skal sviptingu og hver réttar- áhrif hún hefur. Þar eru helstu nýmælin þinglýsing úrskurðar þegar um skráningarskyldar eigur hins svipta er að ræða svo og skráning á viðskiptabréf, tilkynning til firmaskrár og tilkynningar til banka, sparisjóða og verðbréfasjóða. Gert er ráð fyrir því að hægt sé að svipta menn lögræði til bráðabirgða, ef sviptingin er ekki talin þola neina bið en í kjölfarið verður að koma úrskurður með venjulegum hætti. Ýmis ákvæði frumvarpsins miða að því að tryggja betur réttarstöðu þess sem krafa um sviptingu beinist að. Má þar sem dæmi nefna að tekin eru af öll tví- mæli um að sá sem er vistaður gegn vilja sínum samkvæmt ákvörðun læknis, en slík vistun má ekki standa lengur en í tvo sólarhringa, á rétt á því að bera þá ákvörðun undir dómstóla þegar í stað. Sama máli gegnir um þá sem gert hefur verið að sæta þvingaðri lyfjagjöf eða læknismeðferð. Lengi mætti halda áfram að telja nýmæli í frumvarpinu en að lokum skal þess getið að þar er kveðið á um að fjárráða maður sem óhægt á með að sjá um fjár- mál sín vegna veikinda eða fötlunar getur óskað eftir því að honum verði skipaður ráðsmaður til þess að hafa umsjón með ákveðnum eignum sínum. Ekki virðist gert ráð fyrir því að aðstandendur geti sett fram slíka ósk og er það umhugsunarefni hvort þeir ættu ekki að hafa einhvern rétt í þessa átt. Ljóst er af ákvæðum frumvarpsins að störf sýslumanna sem yfirlögráðenda munu samanlagt aukast verulega. Samræmi í störfum yfirlögráðenda er nauð- synlegt og vaknar því sú spurning hvort ekki væri æskilegt að yfirlögráðandi væri aðeins einn í landinu. Það sem að framan er sagt er vissulega brotakennt og er fyrst og fremst ritað í því skyni að vekja athygli á merku lagafrumvarpi og reyndar einnig því hvemig að samningu þess var staðið. Það er mjög af hinu góða að á málþingi lögfræðingafélaganna nú í júní verður þetta mál tekið til umræðu og ber þess vott að áhugi lögfræðinga á því að lögin verði sem best úr garði gerð er vissu- lega fyrir hendi. 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.