Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 8
1. INNGANGUR Grein þessi er að stofni til byggð á rannsókn höfundar1 á misnotkunar- hugtakinu í 86. gr. Rómarsamningsins2 sem fjallar um misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu innan Evrópusambandsins. Greinin skiptist í tvo meginhluta og er í fyrri hlutanum fjallað almennt um samkeppnisrétt og 86. gr. Rs. í síðari hlutanum sem er meginefni greinarinnar er fjallað um hugtakið misnotkun og af því tilefni eru dómar dómstóla Evrópusambandsins3 og skýrslur fram- kvæmdastjórnar þess reifaðar eftir því sem þörf þykir. Þessi síðari hluti grein- arinnar skiptist í almenna úttekt á misnotkunarhugtakinu annars vegar og hvernig misnotkun lýsir sér í framkvæmd hins vegar. Einnig verður litið til íslenskra samkeppnisreglna og úrskurða íslenskra samkeppnisyfirvalda eftir því sem tilefni gefast til. 2. STAÐA SAMKEPPNISREGLNA 2.1 Kenningin um fullkomna samkeppni Hugmyndafræðin að baki samkeppnisreglum er sú að hagsmunir neytenda séu best tryggðir í fullkominni samkeppni. Undir slíkum kringumstæðum verða fyrirtæki að selja vörur sínar rétt yfir kostnaðarverði því annars leita viðskipta- vinirnir annað. Með sama hætti hvetur þetta fyrirtæki til að lækka kostnað með sparnaðaraðgerðum eða með því að innleiða nýja tækni. Lægri kostnaðar þýðir lægra vöruverð og á endanum njóta neytendur bættra lífskjara. Á einokunar- markaði eru aðstæður allt aðrar. Einokunarfyrirtæki getur sett upp hvaða verð sem er fyrir afurðir sínar og þarf ekki að lúta lögmálum markaðarins. Þar er enginn hvati til að lækka kostnað vegna þess að miklu auðveldara er að hækka verð vörunnar til að ná auknum hagnaði, sem er markmið einokunarfyrirtækis eins og annarra fyrirtækja. Það má því gera ráð fyrir að fyrirtækið reikni einfaldlega út með hvaða hætti það getur hámarkað hagnað sinn og náð svo- 1 Þessi rannsókn var gerð í tengslum við meistaranám höfundar við Exeter háskólann í Englandi veturinn 1994 til 1995. 2 Hér er átt við samning gerðan í Róm 25. mars 1957 milli ríkja Vestur-Evrópu er varð grundvöllur að stofnun Efnahagsbandalags Evrópu. Þessum santningi var síðan breytt að nokkru leyti með svokölluðum einingarlögum Evrópu og meðal annars var tekið upp nafnið Evrópusambandið (e. European Union). Samningurinn verður hér á eftir skammstafaður sem Rs. 3 Heiti stofnana Evrópusambandsins í íslenskri þýðingu eru nokkuð á reiki. Höfundur hefur valið þá leið að notast við skammstöfunina ESB fyrir Evrópusambandið. Aðaldómstóll Evrópusambandsins (e. European Court of Justice) verður hér á eftir kallaður Evrópudóm- stóllinn og undirrétturinn (e. Court of First Instance) verður kallaður Undirréttur Evrópudóm- stólsins. Þegar í greininni er talað um dómstólana í fleirtölu er átt við báða dómstólana. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er kölluð framkvæmdastjórn ESB. Þar sem talað er um stofnanir ESB í greininni er venjulega átt við báða dómstólana og framkvæmdastjórn ESB. 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.